Heilbrigðir og hamingjusamir heldri borgarar Elín Kristinsdóttir skrifar 19. október 2016 10:45 Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun