Er fátækt aumingjaskapur? Ásta Dís Guðjónsdóttir skrifar 19. október 2016 07:00 Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar