Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 11:16 Lárus Welding í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/GVA Allir ákærðu í Aurum-málinu mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð málsins hófst. Einn hinna ákærðu, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mætti í fylgd fangavarða þar sem hann afplánar tveggja ára fangelsisdóm vegna BK-málsins í fangelsinu Kvíabryggju. Dagskráin í héraðsdómi hófst á forflutningi málsins en síðan settist Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í vitnastúkuna. Hann er ákærður fyrir umboðssvik ásamt Magnúsi Arnari vegna sex milljarða króna láns Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið var í eigu Pálma Haraldssonar. Þegar Lárus kom í vitnastúkuna byrjaði hann á því að ávarpa dóminn. Hann kvaðst hafa verið forstjóri Glitnis í aðeins 17 mánuði en starfið hafi núna hins vegar fylgt honum í 115 mánuði.Teljist mannréttindabrot „Ég hef þurft að sæta húsleit, sitja í gæsluvarðhaldi og setið í löngum yfirheyrslum. Mér skilst að enn sé verið að rannsaka þrjú mál þar sem ég hef stöðu sakbornings. Líklegast fæst ekki úrlausn í mín mál áður en árið 2020 gengur í garð. Þetta hlýtur að einhverju leyti að jaðra við mannréttindabrot,“ sagði Lárus. Hann gerði að umtalsefni óvægna umræðu í samfélaginu og fjölmiðlum í garð sinn og annarra sem störfuðu hjá Glitni. Þá sagði Lárus að þungar sakir hefðu bornar á hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis án þess að hann hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. „En hér á ekki að hafa nein áhrif sú neikvæða umræða sem beinst hefur gegn mér eða persónulegar skoðanir dómara á mér,“ sagði Lárus. Hann neitar sök í málinu og sagði að allar ákvarðanir sem hann tók sem forstjóri Glitnis hafi verið í þágu bankans. Lárus sagði jafnframt að honum væri enn óljóst hvaða reglu hann eigi að hafa brotið eða hvaða lög.Héraðssaksóknari áður en aðalmeðferð í málinu hófst í morgun.Vísir/GVA„Af hverju erum við hér í annað sinn?“ Þá gagnrýndi hann, líkt og verjendur höfðu gert í forflutningi, þau gögn sem héraðssaksóknari leggur fram í málinu en Lárus sagði að samtímagögn varðandi verðmæti Aurum sýna að sök ákærðu í málinu sé engin. Þau gögn hefðu hins vegar ekki verið hluti af upphaflegu gögnum ákæruvaldsins. „Þegar farið er yfir málavexti er öllum ljóst að Glitnir minnkaði ótryggða áhættu sína með þessum viðskiptum og var betur settur en áður. Af hverju erum við þá hér í annað sinn? Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál og þær persónur sem tengjast því hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Sex milljarða króna lánveiting bankans var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll.Einn milljarður millifærður Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Allir ákærðu í Aurum-málinu mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð málsins hófst. Einn hinna ákærðu, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mætti í fylgd fangavarða þar sem hann afplánar tveggja ára fangelsisdóm vegna BK-málsins í fangelsinu Kvíabryggju. Dagskráin í héraðsdómi hófst á forflutningi málsins en síðan settist Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í vitnastúkuna. Hann er ákærður fyrir umboðssvik ásamt Magnúsi Arnari vegna sex milljarða króna láns Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið var í eigu Pálma Haraldssonar. Þegar Lárus kom í vitnastúkuna byrjaði hann á því að ávarpa dóminn. Hann kvaðst hafa verið forstjóri Glitnis í aðeins 17 mánuði en starfið hafi núna hins vegar fylgt honum í 115 mánuði.Teljist mannréttindabrot „Ég hef þurft að sæta húsleit, sitja í gæsluvarðhaldi og setið í löngum yfirheyrslum. Mér skilst að enn sé verið að rannsaka þrjú mál þar sem ég hef stöðu sakbornings. Líklegast fæst ekki úrlausn í mín mál áður en árið 2020 gengur í garð. Þetta hlýtur að einhverju leyti að jaðra við mannréttindabrot,“ sagði Lárus. Hann gerði að umtalsefni óvægna umræðu í samfélaginu og fjölmiðlum í garð sinn og annarra sem störfuðu hjá Glitni. Þá sagði Lárus að þungar sakir hefðu bornar á hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis án þess að hann hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. „En hér á ekki að hafa nein áhrif sú neikvæða umræða sem beinst hefur gegn mér eða persónulegar skoðanir dómara á mér,“ sagði Lárus. Hann neitar sök í málinu og sagði að allar ákvarðanir sem hann tók sem forstjóri Glitnis hafi verið í þágu bankans. Lárus sagði jafnframt að honum væri enn óljóst hvaða reglu hann eigi að hafa brotið eða hvaða lög.Héraðssaksóknari áður en aðalmeðferð í málinu hófst í morgun.Vísir/GVA„Af hverju erum við hér í annað sinn?“ Þá gagnrýndi hann, líkt og verjendur höfðu gert í forflutningi, þau gögn sem héraðssaksóknari leggur fram í málinu en Lárus sagði að samtímagögn varðandi verðmæti Aurum sýna að sök ákærðu í málinu sé engin. Þau gögn hefðu hins vegar ekki verið hluti af upphaflegu gögnum ákæruvaldsins. „Þegar farið er yfir málavexti er öllum ljóst að Glitnir minnkaði ótryggða áhættu sína með þessum viðskiptum og var betur settur en áður. Af hverju erum við þá hér í annað sinn? Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál og þær persónur sem tengjast því hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Sex milljarða króna lánveiting bankans var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll.Einn milljarður millifærður Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15