Curry-bræðurnir mætast í kvöld | Sá yngri við frostmarkið í síðasta leik þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 18:15 Þetta verður stórt kvöld fyrir Curry-fjölskylduna þegar bræðurnir Seth og Stephen mætast með liðum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Golden State Warriors tekur þá móti Dallas Mavericks. Golden State Warriors er á toppnum í Vesturdeildinni en Dallas Mavericks er á botninum. Þetta verður í annað skiptið sem bræðurnir mætast í vetur og í fimmta skiptið á ferlinum. Seth Curry á ekki góðar minningar frá fyrri leiknum í nóvember. Seth Curry, sem er 26 ára og tveimur árum yngri en Stephen Curry, á vissulega harma að hefna frá leik liðanna sem Golden State vann með 21 stigs mun eftir að hafa komist mest 33 stigum yfir. Seth Curry hefur verið í skugganum á stóra bróður og hann spilaði líka þannig þegar þeir mættust í fyrsta skiptið í vetur. Seth Curry var frostmark í þeim leik enda klikkaði hann á 13 af 17 skotum sínum þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum. Hann endaði leikinn með 10 stig og 9 stoðsendingar. Stephen Curry var aftur á móti með 24 stig og 6 stoðsendingar en hann hitti úr 8 af 12 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Steph hefur bæði skilað betri tölum og unnið allar viðureignir sínar á móti litla bróður. Seth Curry hefur misst sæti sitt í byrjunarliðinu síðan í leiknum í nóvember en hann er með 10,1 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 26,7 mínútum í leik. Þetta er hans fimmta lið á fjórum árum en hann lék áður með Sacramento Kings, Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og Memphis Grizzlies. Tímabilið í ár er það besta hjá honum hingað til. Stephen Curry hefur aftur á móti spilað alla tíð með Golden State Warriors en hann er með 24,2 stig og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru lægri tölur en í fyrra þegar hann var kosinn bestur annað árið í röð. Curry var með 30,1 stig og 6,7 stoðsendingar í leik í fyrra. NBA Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Þetta verður stórt kvöld fyrir Curry-fjölskylduna þegar bræðurnir Seth og Stephen mætast með liðum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Golden State Warriors tekur þá móti Dallas Mavericks. Golden State Warriors er á toppnum í Vesturdeildinni en Dallas Mavericks er á botninum. Þetta verður í annað skiptið sem bræðurnir mætast í vetur og í fimmta skiptið á ferlinum. Seth Curry á ekki góðar minningar frá fyrri leiknum í nóvember. Seth Curry, sem er 26 ára og tveimur árum yngri en Stephen Curry, á vissulega harma að hefna frá leik liðanna sem Golden State vann með 21 stigs mun eftir að hafa komist mest 33 stigum yfir. Seth Curry hefur verið í skugganum á stóra bróður og hann spilaði líka þannig þegar þeir mættust í fyrsta skiptið í vetur. Seth Curry var frostmark í þeim leik enda klikkaði hann á 13 af 17 skotum sínum þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum. Hann endaði leikinn með 10 stig og 9 stoðsendingar. Stephen Curry var aftur á móti með 24 stig og 6 stoðsendingar en hann hitti úr 8 af 12 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Steph hefur bæði skilað betri tölum og unnið allar viðureignir sínar á móti litla bróður. Seth Curry hefur misst sæti sitt í byrjunarliðinu síðan í leiknum í nóvember en hann er með 10,1 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 26,7 mínútum í leik. Þetta er hans fimmta lið á fjórum árum en hann lék áður með Sacramento Kings, Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og Memphis Grizzlies. Tímabilið í ár er það besta hjá honum hingað til. Stephen Curry hefur aftur á móti spilað alla tíð með Golden State Warriors en hann er með 24,2 stig og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru lægri tölur en í fyrra þegar hann var kosinn bestur annað árið í röð. Curry var með 30,1 stig og 6,7 stoðsendingar í leik í fyrra.
NBA Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira