Risafjárfesting Apple í erkióvini Uber í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 09:02 Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum V'isir/Getty Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest fyrir um einn milljarð dollara í Didi Chuxing, leigubílafyrirtæki sem er helsti keppinautur leigubílafyrirtækisins Uber í Kína. Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum. Didi Chuxing segist vera með um 87 prósent markaðshlutdeild á kínverska leigubílamarkaðinum og bjóði upp á um ellefu milljón ferðir á hverjum degi. Uber hefur lengi reynt að brjótast inn á kínverska markaðinn og hefur það eytt gríðarlegum upphæðum til þess að ná fótfestu en samkeppnin við Didi Chuxing hefur reynst erfið.Hvernig virka Uber og Didi Chuxing?Starfsemi fyrirækjanna er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Fyrirtækin bjóða upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Hefur Uber gengið vel í Kína að laða til sín viðskiptavini sem sækjast eftir lúxusþjónustunni en Didi Chuxing er mun vinsælli meðal þeirra sem sækjast eftir lággjaldaþjónustinni. Tengdar fréttir Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00 Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest fyrir um einn milljarð dollara í Didi Chuxing, leigubílafyrirtæki sem er helsti keppinautur leigubílafyrirtækisins Uber í Kína. Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum. Didi Chuxing segist vera með um 87 prósent markaðshlutdeild á kínverska leigubílamarkaðinum og bjóði upp á um ellefu milljón ferðir á hverjum degi. Uber hefur lengi reynt að brjótast inn á kínverska markaðinn og hefur það eytt gríðarlegum upphæðum til þess að ná fótfestu en samkeppnin við Didi Chuxing hefur reynst erfið.Hvernig virka Uber og Didi Chuxing?Starfsemi fyrirækjanna er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Fyrirtækin bjóða upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Hefur Uber gengið vel í Kína að laða til sín viðskiptavini sem sækjast eftir lúxusþjónustunni en Didi Chuxing er mun vinsælli meðal þeirra sem sækjast eftir lággjaldaþjónustinni.
Tengdar fréttir Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00 Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00
Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47