Hólmarar kætast við að hefja skelveiðar að nýju Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2016 20:00 Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“ Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“
Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03