Þurfum að læra af Norðmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 19:11 Búrfellsvirkjun í vetrarklæðum. Það væri ábyrg hagstjórn á flesta mælikvarða ef Íslendingar myndu fylgja dæmi Norðmanna þegar tekjur ríkisins af auðlindanýtingu eru annars vegar og safna þeim í sjóði sem nýta mætti síðar. mynd/landsvirkjun Seðlabankastjóri segir Íslendinga þurfa að draga lærdóm af reynslu Norðmanna í hagstjórn meðal annars með ábyrgri ráðstöfun tekna ríkisins af auðlindanýtingu. Unnið hefur verið að stofnun orkuauðlindasjóðs í fjármálaráðuneytinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að Íslendingar dragi lærdóm af reynslu Norðmanna þegar agi í hagstjórn er annars vegar. Áður hefur Már vísað til vel heppnaðarar peningastefnu Norðmanna en verðbólguvæntingar högguðust ekki í Noregi þegar gengi norsku krónunnar féll samhliða verðfalli á hráolíu. „Það gengur vel í Noregi því ríkisfjármálastefnan er ábyrg og þeir hafa tekið með ábyrgum hætti á búhnykkjum sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir hafa hlaðið arðgreiðslum úr auðlindageiranum í stóra sjóði og svo framvegis. Það er meiri agi þar í stjórnmálunum og í hagstjórn,“ segir Már. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir stofnun sérstaks auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagði hann: „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Hann kynnti þar hugmyndir um orkuauðlindasjóð og endurtók þær svo á ársfundi fyrirtækisins á þessu ári. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm.Ráðherrann endurtók svo þennan boðskap á ársfundi Landsvirkjunar á þessu ári: „Fyrir ári, á þessum vettvangi, varpaði ég fram þeirri hugmynd að koma á fót sérstökum sjóði um arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins. Með slíkum sjóði mætti hefja uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. (…) Sérstaklega hefur verið litið til Noregs þar sem slíkur sjóður hefur verið rekinn með góðum árangri.“ Hvað varð um þessi áform? Það hefur ekki neinn slíkur sjóður verið stofnaður ennþá en hann verður ekki stofnaður nema með skýrri lagaheimild. Engin frumvarpsdrög liggja fyrir opinberlega en í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið unnin undirbúningsvinna vegna stofnunar sjóðsins. Bjarni Benediktsson hefur sjálfur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk og fjármögnun. Landsvirkjun greiddi ríkissjóð átján hundruð milljónir króna í arð á árinu 2011 og svo einn og hálfan milljarð króna á ári síðastliðin fjögur ár. Samtals 7,8 milljarða króna á fimm árum. Eftir tvö til þrjú ár ætti árleg arðgreiðsla til ríkissjóðs að geta numið 10-20 milljörðum króna ef áætlanir stjórnenda Landsvirkjunar ganga eftir. Ef það gengur upp er ljóst að skapast hefur raunhæf þörf fyrir stofnun auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Seðlabankastjóri segir Íslendinga þurfa að draga lærdóm af reynslu Norðmanna í hagstjórn meðal annars með ábyrgri ráðstöfun tekna ríkisins af auðlindanýtingu. Unnið hefur verið að stofnun orkuauðlindasjóðs í fjármálaráðuneytinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að Íslendingar dragi lærdóm af reynslu Norðmanna þegar agi í hagstjórn er annars vegar. Áður hefur Már vísað til vel heppnaðarar peningastefnu Norðmanna en verðbólguvæntingar högguðust ekki í Noregi þegar gengi norsku krónunnar féll samhliða verðfalli á hráolíu. „Það gengur vel í Noregi því ríkisfjármálastefnan er ábyrg og þeir hafa tekið með ábyrgum hætti á búhnykkjum sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir hafa hlaðið arðgreiðslum úr auðlindageiranum í stóra sjóði og svo framvegis. Það er meiri agi þar í stjórnmálunum og í hagstjórn,“ segir Már. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir stofnun sérstaks auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagði hann: „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Hann kynnti þar hugmyndir um orkuauðlindasjóð og endurtók þær svo á ársfundi fyrirtækisins á þessu ári. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm.Ráðherrann endurtók svo þennan boðskap á ársfundi Landsvirkjunar á þessu ári: „Fyrir ári, á þessum vettvangi, varpaði ég fram þeirri hugmynd að koma á fót sérstökum sjóði um arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins. Með slíkum sjóði mætti hefja uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. (…) Sérstaklega hefur verið litið til Noregs þar sem slíkur sjóður hefur verið rekinn með góðum árangri.“ Hvað varð um þessi áform? Það hefur ekki neinn slíkur sjóður verið stofnaður ennþá en hann verður ekki stofnaður nema með skýrri lagaheimild. Engin frumvarpsdrög liggja fyrir opinberlega en í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið unnin undirbúningsvinna vegna stofnunar sjóðsins. Bjarni Benediktsson hefur sjálfur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk og fjármögnun. Landsvirkjun greiddi ríkissjóð átján hundruð milljónir króna í arð á árinu 2011 og svo einn og hálfan milljarð króna á ári síðastliðin fjögur ár. Samtals 7,8 milljarða króna á fimm árum. Eftir tvö til þrjú ár ætti árleg arðgreiðsla til ríkissjóðs að geta numið 10-20 milljörðum króna ef áætlanir stjórnenda Landsvirkjunar ganga eftir. Ef það gengur upp er ljóst að skapast hefur raunhæf þörf fyrir stofnun auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira