Samfélagsperlur í vanda Frosti Logason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun
Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun