Hraustleikamerki á markaði stjórnarmaðurinn skrifar 27. janúar 2016 07:00 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlegt og það kann að hljóma er þetta sennilega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Shanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Allajafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfamörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rússlandi og mörgum olíuríkja Austurlanda nær. Þessi lönd hafa gegnt mikilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftirvæntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hlutabréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuldsett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjármagna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með einstökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Icelandair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlegt og það kann að hljóma er þetta sennilega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Shanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Allajafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfamörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rússlandi og mörgum olíuríkja Austurlanda nær. Þessi lönd hafa gegnt mikilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftirvæntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hlutabréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuldsett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjármagna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með einstökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Icelandair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira