Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar.
Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum.
Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.
Er þetta raunin?
Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki.
Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016.
Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu.
Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast.
Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er.
Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu?
Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi?
Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást!
Skoðun

Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert?
Atli Viðar Thorstensen skrifar

Þegar ég var kölluð á fund heimilislæknis míns
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar

Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof
Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar

Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú?
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti
Þóra Jónsdóttir skrifar

Who mediates the mediator?
Ian McDonald skrifar

Hamfarir á hörmungar ofan
Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels
Marwan Bishara skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!
Anna Claessen skrifar

Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir,Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Enn um úthlutun tollkvóta
Margrét Gísladóttir skrifar

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Vanhæfir stjórnendur: birtingarmynd þeirra og lausnir fyrir almennt starfsfólk
Sunna Arnardóttir skrifar

Ferðamennska allt árið um kring
Gréta María Grétarsdóttir skrifar