Hlustað á gagnrýni Stjórnarmaðurinn skrifar 9. mars 2016 13:00 Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira