Milljarðatekjur fyrir skósamninga í NBA Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 20:45 Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson. Íþróttir NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson.
Íþróttir NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira