Framleiðslu Dodge Viper hætt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 11:25 Dodge Viper. Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent