Losun hafta, ekki afnám Vala Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar