Frá Kverkfjöllum til Tambocor Sigurpáll Ingibergsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Þú ert með gáttaflökt“, sagði leiðsögumaðurinn frábæri, hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, eftir að hafa tekið púlsinn minn í 1.122 metra hæð í Kverkfjöllum. Ég var í hópi 20 göngumanna í Ferðafélagi Íslands ásamt þremur fararstjórum í stórbrotinni en krefjandi gönguferð, laugardaginn 18. júlí. Tveir aðrir læknar voru í hópnum og staðfestu greininguna. Ég varð eitt spurningarmerki. Hafði aldrei heyrt þetta orð, gáttaflökt, fyrr. Síðustu brekkur Kverkfjalla tóku mjög á skrokkinn. Ég kófsvitnaði og mér leið illa. Svimaði og reikaði í spori með hættulega jöklabrodda undir gönguskónum og ísöxi aftan á bakpokanum. Það var eitthvað að. Skrokkurinn hafði ekki áður látið svona í krefjandi fjallgöngum. Tómas útskýrði í fljótu bragði hvað væri að og ég var sendur niður í Sigurðarskála með einum fararstjóra. Gufubólstrar úr nýju og heitu Holuhrauni blöstu við ásamt sótsvörtum Dyngjujökli og skemmtu okkur á niðurleiðinni yfir Kverkjökul. Í stuttu máli er gáttaflökt algeng hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Ekki er vitað hvað veldur gáttaflökti en nokkrum dögum áður hafði ég verið stunginn af geitungi í hægri olnbogann. Um kvöldið daginn eftir var ég skráður inn á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar var greiningin staðfest og ég fékk úrvals þjónustu hjá einstöku starfsfólki. Ég fór í rannsóknir og hjartaómun sem komu vel út og var sendur í rafvendingu sem tókst vel. Hjartað hélt takti næstu daga en ég var óöruggur, leið misjafnlega og upplifði það eins og að hafa ósprungna sprengju inni í mér. Því ef hjartað er ekki í takti þá er hætta á blóðtappamyndun sem getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, heilablóðfall. Nokkrum dögum síðar hrökk ég úr takti. Hafði fengið mér orkudrykk. Daginn eftir heimsótti ég Hjartagátt Landspítalans og þar var ég greindur aftur með gáttaflökt. Langur biðlisti var í rafvendingu og ég þurfti að fá blóðþynningarlyf og blokker. Var tjáð af hjartalæknum sem voru yfirhlaðnir krefjandi verkefnum að ég yrði kallaður inn eftir fjórar vikur. Ég beið spenntur í þrjár vikur eftir innköllun en vonaðist til að hrökkva í takt af sjálfsdáðum. Loks kom bréfið frá spítalanum og ég tilbúinn í stuðið. En þá kom fram að það væri langur biðlisti og ég gæti átt von á innköllun eftir einn til þrjá mánuði! Best var að fylgjast með hjartaóreglunni þessa tvo mánuði með því að taka púlsinn. Hann segir: Tikk, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk?… svona gengur þetta.Biðlistar í boði stjórnvalda Eftir tveggja mánaða taktleysi fannst loks laus tími fyrir rafvendingu. Starfsfólk Hjartagáttar veitti fullkomna þjónustu og kom hjartanu í takt. Hjartalæknar eru vinsælir eins og rokkstjörnur, með einkarekna þjónustu á einkastofum. Þremur mánuðum eftir greininguna fékk ég loks tíma. Þá var ég dottinn úr takti í þriðja sinn. Ég var settur á hjartalyfið Tambocor sem hentar mínu hjartalagi vel og hef gengið í takt síðan. Að vísu þurfti ég að leggjast inn á hjartadeild fyrstu dagana og vera undir eftirliti, svo magnað er lyfið. Er einkavæðing betri? – Ef ég hefði þurft að bíða eftir mjólk í jafn langan tíma, þrjá mánuði, þá hefði hún súrnað. Ef einstaklingur svarar ekki lyfjagjöf þá er til lausn. Brenna fyrir aukaboðleiðir í hjarta. En vandamálið er biðlisti upp á tvö ár. Takist vel til, þá er hægt að losna við lyf. Öflug forvörn og fjárfesting í mannauði. Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun og kærleik. Þegar reynir á heilbr1igðiskerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt besta. Við skulum vona að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og aðrar norrænar þjóðir búa við til að vernda okkar mikilvægustu eign, heilsuna. Skrifað á fyrsta degi endurreisn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þú ert með gáttaflökt“, sagði leiðsögumaðurinn frábæri, hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, eftir að hafa tekið púlsinn minn í 1.122 metra hæð í Kverkfjöllum. Ég var í hópi 20 göngumanna í Ferðafélagi Íslands ásamt þremur fararstjórum í stórbrotinni en krefjandi gönguferð, laugardaginn 18. júlí. Tveir aðrir læknar voru í hópnum og staðfestu greininguna. Ég varð eitt spurningarmerki. Hafði aldrei heyrt þetta orð, gáttaflökt, fyrr. Síðustu brekkur Kverkfjalla tóku mjög á skrokkinn. Ég kófsvitnaði og mér leið illa. Svimaði og reikaði í spori með hættulega jöklabrodda undir gönguskónum og ísöxi aftan á bakpokanum. Það var eitthvað að. Skrokkurinn hafði ekki áður látið svona í krefjandi fjallgöngum. Tómas útskýrði í fljótu bragði hvað væri að og ég var sendur niður í Sigurðarskála með einum fararstjóra. Gufubólstrar úr nýju og heitu Holuhrauni blöstu við ásamt sótsvörtum Dyngjujökli og skemmtu okkur á niðurleiðinni yfir Kverkjökul. Í stuttu máli er gáttaflökt algeng hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Ekki er vitað hvað veldur gáttaflökti en nokkrum dögum áður hafði ég verið stunginn af geitungi í hægri olnbogann. Um kvöldið daginn eftir var ég skráður inn á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar var greiningin staðfest og ég fékk úrvals þjónustu hjá einstöku starfsfólki. Ég fór í rannsóknir og hjartaómun sem komu vel út og var sendur í rafvendingu sem tókst vel. Hjartað hélt takti næstu daga en ég var óöruggur, leið misjafnlega og upplifði það eins og að hafa ósprungna sprengju inni í mér. Því ef hjartað er ekki í takti þá er hætta á blóðtappamyndun sem getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, heilablóðfall. Nokkrum dögum síðar hrökk ég úr takti. Hafði fengið mér orkudrykk. Daginn eftir heimsótti ég Hjartagátt Landspítalans og þar var ég greindur aftur með gáttaflökt. Langur biðlisti var í rafvendingu og ég þurfti að fá blóðþynningarlyf og blokker. Var tjáð af hjartalæknum sem voru yfirhlaðnir krefjandi verkefnum að ég yrði kallaður inn eftir fjórar vikur. Ég beið spenntur í þrjár vikur eftir innköllun en vonaðist til að hrökkva í takt af sjálfsdáðum. Loks kom bréfið frá spítalanum og ég tilbúinn í stuðið. En þá kom fram að það væri langur biðlisti og ég gæti átt von á innköllun eftir einn til þrjá mánuði! Best var að fylgjast með hjartaóreglunni þessa tvo mánuði með því að taka púlsinn. Hann segir: Tikk, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk?… svona gengur þetta.Biðlistar í boði stjórnvalda Eftir tveggja mánaða taktleysi fannst loks laus tími fyrir rafvendingu. Starfsfólk Hjartagáttar veitti fullkomna þjónustu og kom hjartanu í takt. Hjartalæknar eru vinsælir eins og rokkstjörnur, með einkarekna þjónustu á einkastofum. Þremur mánuðum eftir greininguna fékk ég loks tíma. Þá var ég dottinn úr takti í þriðja sinn. Ég var settur á hjartalyfið Tambocor sem hentar mínu hjartalagi vel og hef gengið í takt síðan. Að vísu þurfti ég að leggjast inn á hjartadeild fyrstu dagana og vera undir eftirliti, svo magnað er lyfið. Er einkavæðing betri? – Ef ég hefði þurft að bíða eftir mjólk í jafn langan tíma, þrjá mánuði, þá hefði hún súrnað. Ef einstaklingur svarar ekki lyfjagjöf þá er til lausn. Brenna fyrir aukaboðleiðir í hjarta. En vandamálið er biðlisti upp á tvö ár. Takist vel til, þá er hægt að losna við lyf. Öflug forvörn og fjárfesting í mannauði. Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun og kærleik. Þegar reynir á heilbr1igðiskerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt besta. Við skulum vona að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og aðrar norrænar þjóðir búa við til að vernda okkar mikilvægustu eign, heilsuna. Skrifað á fyrsta degi endurreisn.is
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar