Barkley: Án Golden State væri tilgangslaust að fylgjast með NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 20:30 Charles Barkley lætur menn óspart heyra það. vísir/getty Charles Barkley, einn besti körfuboltamaður sögunnar, lét liðin í NBA-deildinni í körfubolta heyra það í hlaðvarpi íþróttafréttamannsins Bill Simmons, en hlaðvarp hans er það vinsælasta í heimi þegar kemur að íþróttum. Barkley sagði aðeins fimm góð lið vera í NBA-deildinni í dag og hann myndi varla nenna að gefa sér tíma til að horfa ef Golden State væri ekki að setja ný viðmið í íþróttinni á þessu tímabili. Þetta eru stór orð frá Barkley því hann er einn helsti sérfræðingur heims um NBA-deildina og starfar í vinsælasta körfuboltaþættinum, NBA on TNT, ásamt Shaquille O'Neal og Kenny Smith. „Það er ekki verið að spila góðan körfubolta í NBA núna. Guði sé lof fyrir Golden State Warriors því án þeirra væri í raun engin ástæða fyrir því að horfa á mikinn körfubolta,“ sagði Barkley sem er alltaf óhræddur við að segja sína skoðun. „Ég veit að Spurs er með gott lið og ég taldi að Oklahoma City myndi vinna deildina, en fyrir utan þessi þrjú lið er ekki mikið að gerast í vesturdeildinni.“ „Í austrinu erum við með Cleveland og Toronto er að spila frábærlega, en það er ekkert að gerast fyrir utan þau. Bulls er traust lið en restin af liðunum eru meðalgóð í besta falli,“ sagði Charles Barkley. Barkley hélt svo áfram og talaði um að leikmenn í háskóla verða að spila þar lengur en ekki koma í NBA-deildina eftir aðeins eitt ár. Heyra má Barkley tala um liðin í NBA-deildinni og lausn á þessu vandamáli eftir sjö mínútur og 30 sekúndur í spilaranum hér að neðan. Auðvelt er þó að mæla með að hlusta á allt hlaðvarpið. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Charles Barkley, einn besti körfuboltamaður sögunnar, lét liðin í NBA-deildinni í körfubolta heyra það í hlaðvarpi íþróttafréttamannsins Bill Simmons, en hlaðvarp hans er það vinsælasta í heimi þegar kemur að íþróttum. Barkley sagði aðeins fimm góð lið vera í NBA-deildinni í dag og hann myndi varla nenna að gefa sér tíma til að horfa ef Golden State væri ekki að setja ný viðmið í íþróttinni á þessu tímabili. Þetta eru stór orð frá Barkley því hann er einn helsti sérfræðingur heims um NBA-deildina og starfar í vinsælasta körfuboltaþættinum, NBA on TNT, ásamt Shaquille O'Neal og Kenny Smith. „Það er ekki verið að spila góðan körfubolta í NBA núna. Guði sé lof fyrir Golden State Warriors því án þeirra væri í raun engin ástæða fyrir því að horfa á mikinn körfubolta,“ sagði Barkley sem er alltaf óhræddur við að segja sína skoðun. „Ég veit að Spurs er með gott lið og ég taldi að Oklahoma City myndi vinna deildina, en fyrir utan þessi þrjú lið er ekki mikið að gerast í vesturdeildinni.“ „Í austrinu erum við með Cleveland og Toronto er að spila frábærlega, en það er ekkert að gerast fyrir utan þau. Bulls er traust lið en restin af liðunum eru meðalgóð í besta falli,“ sagði Charles Barkley. Barkley hélt svo áfram og talaði um að leikmenn í háskóla verða að spila þar lengur en ekki koma í NBA-deildina eftir aðeins eitt ár. Heyra má Barkley tala um liðin í NBA-deildinni og lausn á þessu vandamáli eftir sjö mínútur og 30 sekúndur í spilaranum hér að neðan. Auðvelt er þó að mæla með að hlusta á allt hlaðvarpið.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira