Óþolinmæði kynslóðanna Sólveig Jónasdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar