Gunna er fædd frjáls Þorsteinn Siglaugsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Maðurinn er fæddur frjáls, en alls staðar er hann í hlekkjum“ segir franski heimspekingurinn Jean-Jaques Rousseau í frægri ritgerð sinni um samfélagssáttmálann. Hugmyndafræði Rousseau, ásamt kenningum annarra frumkvöðla nútíma stjórnmálaheimspeki grundvallast á þeirri afstöðu að hið náttúrulega ástand mannsins sé frelsið, og að það megi aðeins skerða á grundvelli augljósra almannahagsmuna. Þessi afstaða er grundvöllur frjálsra vestrænna lýðræðissamfélaga: Í stað þess að konungar, keisarar, einræðisherrar, eða þess vegna þingmenn, skammti þegnum sínum réttindi úr hnefa, er frelsi einstaklingsins útgangspunkturinn. Enginn maður hefur rétt til að skerða frelsi annars nema almannahagsmunir krefji. Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem vilja hafa forræði yfir öðru fólki, ekki hjá þeim sem vilja lifa frjálsir. Orð Rousseau koma óneitanlega upp í hugann þegar fylgst er með umræðu um hvort leyfa skuli sölu áfengis á almennum markaði. Svo virðist sem andstæðingar hins sjálfsagða réttar fólks til að eiga viðskipti sín á milli líti svo á að þeim sem verja frelsið beri að sanna með einhverjum hætti tilkall sitt til þess. Sýni ekki stuðningsmenn þess fram á það, sé valdboðið og hömlurnar hið eðlilega, náttúrulega fyrirkomulag. Þannig fullyrðir til dæmis leiðarahöfundur Fréttablaðsins mánudaginn 1. febrúar að þar sem stuðningsmenn frumvarps um sölu áfengis hafi ekki sýnt fram á að frumvarpið styðji við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ séu rök þeirra einskis virði. Hér er hlutunum rækilega snúið á hvolf. Hugsum okkur nú að enn væri við lýði bann við sölu mjólkurafurða nema í sérstökum mjólkurbúðum, bann við að aðrir en Bifreiðaeinkasala ríkisins seldi bifreiðar, bann við stofnun útvarps- og sjónvarpsstöðva svo fátt eitt sé nefnt. Væri það þá eðlilegt að þeir sem njóta vilja sjálfsagðs réttar til að selja mjólk eða bifreiðar eða stofna ljósvakamiðla yrðu að sýna fram á að krafa þeirra styddi við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ til að fá henni framgengt?Hvað með skotvopn og sykur? Slíkt væri auðvitað fráleitt. Að öðrum kosti gætu forsjárhyggjumennirnir, sem telja sig hafa guðlegan rétt til að ráðskast með samborgara sína, snúið sér næst að öðru því, sem þeir eru andvígir. Hvað um sölu skotvopna svo dæmi sé nefnt? Er ekki fráleitt að skotvopn séu seld í almennum verslunum, en ekki af ríkisstarfsmönnum í bláum sloppum? Og hvað um sykur? Er ekki sykur heilsuspillandi og sjálfsagt að stofna Sykureinkasölu ríkisins, í nafni lýðheilsu? Væri það þá eðlileg krafa að þeir sem andmæltu þessum nýju stofnunum sýndu fram á „siðmenningarlega framþróun“ sem af því hlytist að halda áfram að selja haglabyssur í veiðiverslunum og sælgæti í sjoppum? Myndu 2/3 hlutar þjóðarinnar láta linnulausan áróður forsjárhyggjupostulanna blekkja sig til að lýsa stuðningi við frelsisskerðinguna? Eða myndum við einfaldlega hlæja að þeim? Yrði okkur ekki ljóst, að sönnunarbyrðin hvílir einfaldlega ekki á Gunnu í Vesturbænum, sem langar að stofna sælkeraverslun á Högunum, svipaða þeirri sem hún vann í á námsárunum á Ítalíu, og selji þar hráskinku (já, hún var bönnuð á sínum tíma), melónur og rauðvín? Sönnunarbyrðin hvílir á Jóni, sem vill banna henni að láta drauma sína rætast. Það er sama þótt Jóni þyki draumar Gunnu ómerkilegir, sama þótt honum hafi til þessa tekist að hindra að hún léti þá rætast, sama þótt Gunnu hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að búðin hennar leiði af sér „siðmenningarlega framþróun“ og sama hvað Jónarnir eru margir, frekir og háværir. Gunna er nefnilega fædd frjáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Maðurinn er fæddur frjáls, en alls staðar er hann í hlekkjum“ segir franski heimspekingurinn Jean-Jaques Rousseau í frægri ritgerð sinni um samfélagssáttmálann. Hugmyndafræði Rousseau, ásamt kenningum annarra frumkvöðla nútíma stjórnmálaheimspeki grundvallast á þeirri afstöðu að hið náttúrulega ástand mannsins sé frelsið, og að það megi aðeins skerða á grundvelli augljósra almannahagsmuna. Þessi afstaða er grundvöllur frjálsra vestrænna lýðræðissamfélaga: Í stað þess að konungar, keisarar, einræðisherrar, eða þess vegna þingmenn, skammti þegnum sínum réttindi úr hnefa, er frelsi einstaklingsins útgangspunkturinn. Enginn maður hefur rétt til að skerða frelsi annars nema almannahagsmunir krefji. Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem vilja hafa forræði yfir öðru fólki, ekki hjá þeim sem vilja lifa frjálsir. Orð Rousseau koma óneitanlega upp í hugann þegar fylgst er með umræðu um hvort leyfa skuli sölu áfengis á almennum markaði. Svo virðist sem andstæðingar hins sjálfsagða réttar fólks til að eiga viðskipti sín á milli líti svo á að þeim sem verja frelsið beri að sanna með einhverjum hætti tilkall sitt til þess. Sýni ekki stuðningsmenn þess fram á það, sé valdboðið og hömlurnar hið eðlilega, náttúrulega fyrirkomulag. Þannig fullyrðir til dæmis leiðarahöfundur Fréttablaðsins mánudaginn 1. febrúar að þar sem stuðningsmenn frumvarps um sölu áfengis hafi ekki sýnt fram á að frumvarpið styðji við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ séu rök þeirra einskis virði. Hér er hlutunum rækilega snúið á hvolf. Hugsum okkur nú að enn væri við lýði bann við sölu mjólkurafurða nema í sérstökum mjólkurbúðum, bann við að aðrir en Bifreiðaeinkasala ríkisins seldi bifreiðar, bann við stofnun útvarps- og sjónvarpsstöðva svo fátt eitt sé nefnt. Væri það þá eðlilegt að þeir sem njóta vilja sjálfsagðs réttar til að selja mjólk eða bifreiðar eða stofna ljósvakamiðla yrðu að sýna fram á að krafa þeirra styddi við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ til að fá henni framgengt?Hvað með skotvopn og sykur? Slíkt væri auðvitað fráleitt. Að öðrum kosti gætu forsjárhyggjumennirnir, sem telja sig hafa guðlegan rétt til að ráðskast með samborgara sína, snúið sér næst að öðru því, sem þeir eru andvígir. Hvað um sölu skotvopna svo dæmi sé nefnt? Er ekki fráleitt að skotvopn séu seld í almennum verslunum, en ekki af ríkisstarfsmönnum í bláum sloppum? Og hvað um sykur? Er ekki sykur heilsuspillandi og sjálfsagt að stofna Sykureinkasölu ríkisins, í nafni lýðheilsu? Væri það þá eðlileg krafa að þeir sem andmæltu þessum nýju stofnunum sýndu fram á „siðmenningarlega framþróun“ sem af því hlytist að halda áfram að selja haglabyssur í veiðiverslunum og sælgæti í sjoppum? Myndu 2/3 hlutar þjóðarinnar láta linnulausan áróður forsjárhyggjupostulanna blekkja sig til að lýsa stuðningi við frelsisskerðinguna? Eða myndum við einfaldlega hlæja að þeim? Yrði okkur ekki ljóst, að sönnunarbyrðin hvílir einfaldlega ekki á Gunnu í Vesturbænum, sem langar að stofna sælkeraverslun á Högunum, svipaða þeirri sem hún vann í á námsárunum á Ítalíu, og selji þar hráskinku (já, hún var bönnuð á sínum tíma), melónur og rauðvín? Sönnunarbyrðin hvílir á Jóni, sem vill banna henni að láta drauma sína rætast. Það er sama þótt Jóni þyki draumar Gunnu ómerkilegir, sama þótt honum hafi til þessa tekist að hindra að hún léti þá rætast, sama þótt Gunnu hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að búðin hennar leiði af sér „siðmenningarlega framþróun“ og sama hvað Jónarnir eru margir, frekir og háværir. Gunna er nefnilega fædd frjáls.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun