Útúrsnúningar Fréttablaðsins um laun dómara Skúli Magnússon skrifar 5. febrúar 2016 11:30 Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar