Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2016 14:56 Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn. Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn.
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00