Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2016 14:56 Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn. Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn.
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent