Viðskipti innlent

Vodafone kaupir hluta 365 miðla á 6,8 milljarða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð.
Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton

Samningar hafa tekist á milli Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, og 365 miðla hf. um kaupverð en í lok ágúst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365.

Í tilkynningu frá Vodafone í dag kemur fram að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna en „þær verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé.“

Þá yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð sem nemur 4,6 milljörðum króna. Heildarvirði kaupanna er því 6,8 milljarðar króna.

Það er mat aðilanna að hagnaður Fjarskipta af ljósvaka-og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið um það bil 1600 milljónum króna auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta.

Kaupin eru þó enn háð skilyrðum og forsendum sem verða útfærð nánar í kaupsamningi aðila og verður nánar greint frá forsendum viðskiptanna þegar sá samningur liggur fyrir.

Tilkynninguna sem send var út vegna kaupanna má sjá í heild sinni hér að neðan:

Þann 31. ágúst sl. var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla, með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem nú er á lokastigi. Aðilar hafa náð nýju samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna.

Það er mat aðila að hagnaður Fjarskipta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) af ljósvaka- og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið u.þ.b. 1.600 milljónum króna á ársgrundvelli auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta.

Kaupverð miðað við framangreint verður 2.200 milljónir króna sem verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4,6 milljörðum króna. Kaupin eru enn háð skilyrðum og forsendum sem útfærð verða nánar í kaupsamningi aðila.

Ofangreint samkomulag um breytt kaupverð greiðir fyrir kaupsamningsgerð, sem stefnt er að því að ljúki á fyrstu vikum nýs árs. Áfram er því ráðgert að ganga frá kaupunum um mitt ár 2017, að fengnu samþykki viðkomandi eftirlits- og hagsmunaaðila. Nánar verður gert grein fyrir forsendum viðskiptanna þegar kaupsamningur liggur fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.