Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 19:15 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/vilhelm Flugfélagið WOW air mun greiða öllum starfsmönnum sínum 13. mánuðinn aukalega um næstu mánaðamót vegna góðs árangurs fyrirtækisins á árinu sem er að líða. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. Starfsmenn sem hafa verið við störf allt árið fá fullan mánuð greiddan, starfsmenn sem hafa lokið sínum reynslutíma hjá fyrirtækinu samkvæmt kjarasamningi og eru með samfelldan ráðningarsamning fá greitt hlutfallslega 13. mánuðinn miðað við starfstíma á árinu. Þeir starfsmenn sem enn eru á reynslutíma og falla því ekki undir skilyrði um greiðslu á 13. mánuðinum fá bókanlega flugmiða fyrir tvo (sig og einn ferðafélaga) í gjöf frá fyrirtækinu. Um 700 manns starfa hjá WOW air og tilkynnti Skúli um þennan bónus til starfsmanna á fjölmennum fundi þeirra í dag. „Það var mikill fögnuður og ánægja með þetta og ég verð nú bara að játa að það er frábær tilfinning að vera kominn í þessa aðstöðu eftir þennan skamma tíma að geta deilt út svona bónus fyrir góðan árangur og jákvæða afkomu, ekki síst vegna þess að það voru nú fáir sem höfðu trú á þessu litla ævintýri okkar,“ segir Skúli í samtali við Vísi en WOW air var stofnað í nóvember 2011.Bæta við sig fimm flugvélum á næsta ári og fjölga starfsmönnum Skúli segir að WOW air sé rétt að byrja. Strax á næsta ári muni flugfélagið bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarið að styrking krónunnar ógni ferðaþjónustunni sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af þessu segir Skúli: „Jú, vissulega. Það er náttúrulega klárt mál að ef að Ísland er orðið dýrasta land í heimi þá mun það setja strik í reikninginn og það mun hafa einhver áhrif og við þurfum að bregðast við því. Ég held hins vegar að við höfum alla burði og getu til þess að stýra þessu í réttan farveg og búa hér til heilbrigðan ferðamannaiðnað sem á að geta haldið áfram að dafna til langs frama.“ Segir sérkennilegt að ekki séu innheimt grunngjöld af stóriðjunni Eitt af því sem Skúli nefnir að kæmi ferðaþjónustunni til góða væri að leyfa að aðgangsgjöld á ákveðnum stöðum en tekjurnar gætu þá nýst í frekari uppbyggingu og að búa til heilbrigðara umhverfi sem myndi koma öllum til góða. „Svo eru það auðvitað innviðirnir allir, umgjörðin og aðkoman í kringum Keflavík er klárlega ábótavant og síðan verð ég að nefna að mér finnst alveg galið að við séum að veita milljarða, ef ekki tug milljarða, ívilnanir, skattaafslætti, niðurfellingu á tryggingagjöldum og öðru, til stóriðjunnar á sama tíma og verið er að tala um hvernig eigi að skattleggja ferðaþjónustuna enn frekar. Hvernig væri að byrja á innheimta allavega grunngjöldin á aðrar atvinnugreinar og þá sér í lagi stóriðjuna? Þetta finnst mér mjög sérkennilegt og hefur einhvern ekki fengið neina umfjöllun.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Flugfélagið WOW air mun greiða öllum starfsmönnum sínum 13. mánuðinn aukalega um næstu mánaðamót vegna góðs árangurs fyrirtækisins á árinu sem er að líða. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. Starfsmenn sem hafa verið við störf allt árið fá fullan mánuð greiddan, starfsmenn sem hafa lokið sínum reynslutíma hjá fyrirtækinu samkvæmt kjarasamningi og eru með samfelldan ráðningarsamning fá greitt hlutfallslega 13. mánuðinn miðað við starfstíma á árinu. Þeir starfsmenn sem enn eru á reynslutíma og falla því ekki undir skilyrði um greiðslu á 13. mánuðinum fá bókanlega flugmiða fyrir tvo (sig og einn ferðafélaga) í gjöf frá fyrirtækinu. Um 700 manns starfa hjá WOW air og tilkynnti Skúli um þennan bónus til starfsmanna á fjölmennum fundi þeirra í dag. „Það var mikill fögnuður og ánægja með þetta og ég verð nú bara að játa að það er frábær tilfinning að vera kominn í þessa aðstöðu eftir þennan skamma tíma að geta deilt út svona bónus fyrir góðan árangur og jákvæða afkomu, ekki síst vegna þess að það voru nú fáir sem höfðu trú á þessu litla ævintýri okkar,“ segir Skúli í samtali við Vísi en WOW air var stofnað í nóvember 2011.Bæta við sig fimm flugvélum á næsta ári og fjölga starfsmönnum Skúli segir að WOW air sé rétt að byrja. Strax á næsta ári muni flugfélagið bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarið að styrking krónunnar ógni ferðaþjónustunni sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af þessu segir Skúli: „Jú, vissulega. Það er náttúrulega klárt mál að ef að Ísland er orðið dýrasta land í heimi þá mun það setja strik í reikninginn og það mun hafa einhver áhrif og við þurfum að bregðast við því. Ég held hins vegar að við höfum alla burði og getu til þess að stýra þessu í réttan farveg og búa hér til heilbrigðan ferðamannaiðnað sem á að geta haldið áfram að dafna til langs frama.“ Segir sérkennilegt að ekki séu innheimt grunngjöld af stóriðjunni Eitt af því sem Skúli nefnir að kæmi ferðaþjónustunni til góða væri að leyfa að aðgangsgjöld á ákveðnum stöðum en tekjurnar gætu þá nýst í frekari uppbyggingu og að búa til heilbrigðara umhverfi sem myndi koma öllum til góða. „Svo eru það auðvitað innviðirnir allir, umgjörðin og aðkoman í kringum Keflavík er klárlega ábótavant og síðan verð ég að nefna að mér finnst alveg galið að við séum að veita milljarða, ef ekki tug milljarða, ívilnanir, skattaafslætti, niðurfellingu á tryggingagjöldum og öðru, til stóriðjunnar á sama tíma og verið er að tala um hvernig eigi að skattleggja ferðaþjónustuna enn frekar. Hvernig væri að byrja á innheimta allavega grunngjöldin á aðrar atvinnugreinar og þá sér í lagi stóriðjuna? Þetta finnst mér mjög sérkennilegt og hefur einhvern ekki fengið neina umfjöllun.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36
350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45
WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13