Ísland á fimm af hundrað bestu golfvöllum Norðurlanda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2016 17:45 Bigir Leifur Hafþórsson að spila Hvaleyrarvöllinn. Vísir/Daníel Íslendingar geta verið stoltir af sínum golfvöllum en Golfsambandið vekur athygli á athyglisverði grein um bestu golfvelli Norðurlanda. Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær þannig frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Blaðið birti í nóvember listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Þeir sem komu að því að setja saman listann eru golfvallahönnuðir, PGA kylfingar, PGA kennarar, blaðamenn, fagfólk úr golfiðnaðinum og einstaklingar með mikla þekkingu á golfíþróttinni á Norðurlöndunum. Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir bestu golfvellina á Norðurlöndunum samkvæmt þessari úttekt og tveir íslenskir vellir eru á topp 40 listanum. Aðrir íslenskir vellir sem komast á listann eru Vestmannaeyjavöllur (34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan (60.) og Grafarholtsvöllur (93.) „Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi. Það er hægt að lesa alla fréttina á golf.is með því að smella hér. Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslendingar geta verið stoltir af sínum golfvöllum en Golfsambandið vekur athygli á athyglisverði grein um bestu golfvelli Norðurlanda. Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær þannig frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Blaðið birti í nóvember listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Þeir sem komu að því að setja saman listann eru golfvallahönnuðir, PGA kylfingar, PGA kennarar, blaðamenn, fagfólk úr golfiðnaðinum og einstaklingar með mikla þekkingu á golfíþróttinni á Norðurlöndunum. Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir bestu golfvellina á Norðurlöndunum samkvæmt þessari úttekt og tveir íslenskir vellir eru á topp 40 listanum. Aðrir íslenskir vellir sem komast á listann eru Vestmannaeyjavöllur (34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan (60.) og Grafarholtsvöllur (93.) „Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi. Það er hægt að lesa alla fréttina á golf.is með því að smella hér.
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira