Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Vísir/GVA „Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira