Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 09:44 Jenný Ruth, Helga og Hekla. Mynd/Aðsend Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Sjá meira
Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Sjá meira