Körfubolti

Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlynur Bæringsson og Carmen Tyson-Thomas hafa skarað fram úr hingað til.
Hlynur Bæringsson og Carmen Tyson-Thomas hafa skarað fram úr hingað til. vísir/eyþór/ernir

Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var kjörinn besti leikmaður fyri ellefu umferða Domino´s-deildar karla í körfubolta og Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, fékk sömu verðlaun í kvennadeildinni.

Uppgjör fyrri hluta deildanna fór fram í jólaþætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport í kvöld en KKÍ og Stöð 2 Sport eru komin í samstarf um verðlaunin.

Hlynur var einnig besti varnarmaðurinn hjá körlunum og átti sæti í úrvalsliðinu. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR fékk verðlaun fyrir að vera besti ungi leikmaður fyrri hlutans.

Þá var Finnur Jónsson, þjálfari nýliða Skallagríms, kjörinn besti þjálfarinn en sérstök valnefnd greiddi atkvæði bæði í karla- og kvennaflokki. Skallagrímur hefur komið skemmtilega á óvart og er með tíu stig eftir ellefu umferðir.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru bestu ungu leikmenn fyrri hlutans. vísir/anton brink/ernir

Hin bráðefnilega Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kjörin besti ungi leikmaðurinn í Domino´s-deild kvenna og þá var hún einnig kjörin besti varnarmaðurinn. Keflavíkurliðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en þetta unga og skemmtilega lið er á toppnum í deildinni. Þjálfari hennar, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn besti þjálfarinn.

Emelía á sæti í úrvalsliðinu ásamt samherja sínum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Tyson-Thomas en auk þeirra eru í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar.

Tveir leikmenn Tindastóls, sem er á toppnum í Domino´s-deild karla, eru í úrvalsliðinu en það eru Pétur Rúnar Birgisson og Chris Caird. Auk þeirra og Hlyns eru í liðinu Brynjar Þór Björnsson úr KR og Amin Steven, miðherji Keflavíkur.

Verðlaunin fyrir fyrri hluta Domino´s-deildar karla:

Domino´s-deild karla:

Besti leikmaður: Hlynur Bæringsson, Stjörnunni
Besti ungi leikmaður: Þórir Guðmundur Þorbjarnason, KR
Besti varnarmaður: Hlynur Bæringsson, Stjörnunni
Besti þjálfarinn: Finnur Jónsson, Skallagrími

Úrvalsliðið:
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli
Brynjar Þór Björnsson, KR
Chris Caird, Tindastóli
Hlynur Bæringsson, Stjörnunni
Amin Stevens, Keflavík

Domino´s-deild kvenna:

Besti leikmaður: Carmen-Tyson Thomas, Njarðvík
Besti ungi leikmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
Besti varnarmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
Besti þjálfarinn: Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík

Úrvalsliðið:
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni

Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms. vísir/ernir
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. vísir/anton brink


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.