Rafhlöðugalli í iPhone gert vart við sig á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Lítið upplag af iPhone 6S símum var selt með gölluðum rafhlöðum. Mynd/Apple Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00
Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44