Rafhlöðugalli í iPhone gert vart við sig á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Lítið upplag af iPhone 6S símum var selt með gölluðum rafhlöðum. Mynd/Apple Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00
Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44