Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Aileen Soffía Svensdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson skrifar 3. desember 2016 07:00 Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar