Tekst Þóri loks að vinna sigur á Rússum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2016 15:45 Þórir hefur aldrei stýrt norska liðinu til sigurs á því rússneska í keppnisleik. vísir/epa Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. Norðmenn og Rússar mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Svíþjóð í kvöld. Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í milliriðli en leikurinn skiptir samt miklu máli upp á hvað þau taka mörg stig með sér í milliriðil. Með sigri á Rússum fer norska liðið með fjögur stig inn í milliriðil og er þar með í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Noregur fer þó aldrei með minna en tvö stig inn í milliriðil þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum í D-riðli.Nora Mörk er hættulegasti sóknarmaður norska liðsins.vísir/gettyAðeins fjórir mánuðir eru liðnir frá síðasta keppnisleik Noregs og Rússland en þann 20. ágúst síðastliðinn mættust liðin í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Leikurinn var mögnuð skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok framlengingar. Því miður fyrir Þóri og norsku stelpurnar höfðu Rússar betur, 38-37. Rússland varð svo Ólympíumeistari eftir 22-19 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum en Noregur tók bronsið eftir stórsigur á Hollandi í leiknum um 3. sætið. Noregur og Rússland mættust einnig í undanúrslitum á HM 2009, á fyrsta stórmóti Þóris með norska liðið. Þar unnu Rússar nokkuð öruggan sigur, 28-20, og tryggðu sér í kjölfarið heimsmeistaratitilinn. Liðin mættust svo í 1. umferð riðlakeppninnar á HM 2015 þar sem Rússar höfðu betur, 26-25. Tapið breytti þó litlu fyrir norsku stelpurnar sem stóðu uppi sem Evrópumeistarar.Yevgeny Trefilov er ófeiminn við að láta sína leikmenn heyra það.vísir/gettyNorska liðið er ívið sigurstranglegra fyrir leikinn í kvöld. Það vann það rússneska í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM og hefur spilað betur á mótinu í Svíþjóð til þessa. Yevgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, er ekki sáttur með spilamennsku síns liðs á EM og segir að liðið svífi enn á bleiku skýi eftir Ólympíuleikana. „Enginn veit af hverju við urðu Ólympíumeistarar og enginn veit af hverju við töpuðum í dag,“ sagði Trefilov eftir tapið fyrir Rúmeníu í fyrradag. „Ólympíuveislan stendur enn yfir. Leikmennirnir eru einfaldlega ekki tilbúnir fyrir EM, því miður,“ bætti Trefilov við.Leikur Noregs og Rússlands hefst klukkan 19:45 í kvöld. Handbolti Tengdar fréttir Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06 Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17 Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24 Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30 Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. Norðmenn og Rússar mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Svíþjóð í kvöld. Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í milliriðli en leikurinn skiptir samt miklu máli upp á hvað þau taka mörg stig með sér í milliriðil. Með sigri á Rússum fer norska liðið með fjögur stig inn í milliriðil og er þar með í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Noregur fer þó aldrei með minna en tvö stig inn í milliriðil þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum í D-riðli.Nora Mörk er hættulegasti sóknarmaður norska liðsins.vísir/gettyAðeins fjórir mánuðir eru liðnir frá síðasta keppnisleik Noregs og Rússland en þann 20. ágúst síðastliðinn mættust liðin í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Leikurinn var mögnuð skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok framlengingar. Því miður fyrir Þóri og norsku stelpurnar höfðu Rússar betur, 38-37. Rússland varð svo Ólympíumeistari eftir 22-19 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum en Noregur tók bronsið eftir stórsigur á Hollandi í leiknum um 3. sætið. Noregur og Rússland mættust einnig í undanúrslitum á HM 2009, á fyrsta stórmóti Þóris með norska liðið. Þar unnu Rússar nokkuð öruggan sigur, 28-20, og tryggðu sér í kjölfarið heimsmeistaratitilinn. Liðin mættust svo í 1. umferð riðlakeppninnar á HM 2015 þar sem Rússar höfðu betur, 26-25. Tapið breytti þó litlu fyrir norsku stelpurnar sem stóðu uppi sem Evrópumeistarar.Yevgeny Trefilov er ófeiminn við að láta sína leikmenn heyra það.vísir/gettyNorska liðið er ívið sigurstranglegra fyrir leikinn í kvöld. Það vann það rússneska í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM og hefur spilað betur á mótinu í Svíþjóð til þessa. Yevgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, er ekki sáttur með spilamennsku síns liðs á EM og segir að liðið svífi enn á bleiku skýi eftir Ólympíuleikana. „Enginn veit af hverju við urðu Ólympíumeistarar og enginn veit af hverju við töpuðum í dag,“ sagði Trefilov eftir tapið fyrir Rúmeníu í fyrradag. „Ólympíuveislan stendur enn yfir. Leikmennirnir eru einfaldlega ekki tilbúnir fyrir EM, því miður,“ bætti Trefilov við.Leikur Noregs og Rússlands hefst klukkan 19:45 í kvöld.
Handbolti Tengdar fréttir Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06 Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17 Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24 Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30 Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06
Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17
Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24
Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30
Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15