Styrking krónunnar étur upp hagnað og fælir störf úr landi Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:30 Talsmenn sjávarútvegs og ferðaþjónustu vara við því að annað efnahagshrun sé í uppsiglingu verði ekki brugðist við stöðugri styrkingu krónunnar. Kallað er eftir því að gengið verði fryst, enda geti hækkandi verð í ferðaþjónustu leitt til fækkunar ferðamanna og að fullvinnsla fiskafurða gæti flust úr landi. Ísland varð vinsælt ferðamannaland strax upp úr hruni, kannski ekki hvað síst vegna falls krónunnar, sem gerði það hagstætt fyrir ferðamenn að koma til Íslands. En nú er staðan orðin þannig vegna styrkingar krónunnar að bæði fiskútflytjendur og ferðaþjónustan kveinka sér undan gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um tæp sautján prósent á síðustu mánuðum og um 30 prósent gagnvart breska pundinu sem er mikilvægasta útflutningsland fyrir íslenskar sjávarafurðir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir krónuna stærsta áhrifaþáttinn í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem lengi hafi vakið athygli á þessari óheillaþróun. „Sextán prósent styrking frá byrjun árs hefur auðvitað veruleg áhrif á fyrirtæki sem eru í útflutningi eins og íslenskur sjávarútvegur. Útflutningur er að miklu leyti til Bretlands, Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Heiðrún Lind. Sum fyrirtæki séu komin í þá stöðu að útflutningurinn standi rétt undir sér. „Það sem getur gerst í þessari stöðu er líka að við förum að hætta að vinna vöruna hér heima,“ segir hún. Þannig myndi virðisauki og störf tapast út úr landinu sem yrði hvorki gott fyrir útvegsfyrirtækin né samfélagið. Það sé lítið hlustað á ábendingar sjávarútvegsins í þessum efnum. „En í þetta skiptið held ég að áhrifin séu enn meiri vegna þess að við erum auðvitað komin með aðra grunnstoð undir efnahagslífið sem er ferðaþjónustan. Hún kveinkar sér auðvitað líka ásamt öðrum útflutningsgreinum. Og þetta er auðvitað ein stærsta áskorunin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir held ég núna,“ segir Heiðrún Lind. Friðrik Pálsson ferðafrömuður og hótelstjóri á hótel Rangá segir styrkingu krónunnar þegar hafa valdið skaða í ferðaþjónustunni. „Það hafa auðvitað orðið gríðarlegar hækkanir hér innanlands og ferðamaðurinn finnur vel fyrir því. Ég vil aðallega leggja áherslu á að þessi gengisstyrking sé byggð á afskaplega veikum grunni,“ segir Friðrik. Hann vill láta frysta gengi krónunnar og segir að með sama áframhaldi stefni í annað hrun. Heiðrún Lind og Friðrik segja bæði að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa sé of mikill þannig að lífeyrissjóðir nýti sér ekki einu sinni heimildir til að fara með fé úr landi. Seðlabankinn verði að skoða alvarlega hvað hægt sé að gera. „Og auðvitað koma í veg fyrir að hér verði einhvers konar hrun númer tvö,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Talsmenn sjávarútvegs og ferðaþjónustu vara við því að annað efnahagshrun sé í uppsiglingu verði ekki brugðist við stöðugri styrkingu krónunnar. Kallað er eftir því að gengið verði fryst, enda geti hækkandi verð í ferðaþjónustu leitt til fækkunar ferðamanna og að fullvinnsla fiskafurða gæti flust úr landi. Ísland varð vinsælt ferðamannaland strax upp úr hruni, kannski ekki hvað síst vegna falls krónunnar, sem gerði það hagstætt fyrir ferðamenn að koma til Íslands. En nú er staðan orðin þannig vegna styrkingar krónunnar að bæði fiskútflytjendur og ferðaþjónustan kveinka sér undan gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum um tæp sautján prósent á síðustu mánuðum og um 30 prósent gagnvart breska pundinu sem er mikilvægasta útflutningsland fyrir íslenskar sjávarafurðir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir krónuna stærsta áhrifaþáttinn í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem lengi hafi vakið athygli á þessari óheillaþróun. „Sextán prósent styrking frá byrjun árs hefur auðvitað veruleg áhrif á fyrirtæki sem eru í útflutningi eins og íslenskur sjávarútvegur. Útflutningur er að miklu leyti til Bretlands, Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Heiðrún Lind. Sum fyrirtæki séu komin í þá stöðu að útflutningurinn standi rétt undir sér. „Það sem getur gerst í þessari stöðu er líka að við förum að hætta að vinna vöruna hér heima,“ segir hún. Þannig myndi virðisauki og störf tapast út úr landinu sem yrði hvorki gott fyrir útvegsfyrirtækin né samfélagið. Það sé lítið hlustað á ábendingar sjávarútvegsins í þessum efnum. „En í þetta skiptið held ég að áhrifin séu enn meiri vegna þess að við erum auðvitað komin með aðra grunnstoð undir efnahagslífið sem er ferðaþjónustan. Hún kveinkar sér auðvitað líka ásamt öðrum útflutningsgreinum. Og þetta er auðvitað ein stærsta áskorunin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir held ég núna,“ segir Heiðrún Lind. Friðrik Pálsson ferðafrömuður og hótelstjóri á hótel Rangá segir styrkingu krónunnar þegar hafa valdið skaða í ferðaþjónustunni. „Það hafa auðvitað orðið gríðarlegar hækkanir hér innanlands og ferðamaðurinn finnur vel fyrir því. Ég vil aðallega leggja áherslu á að þessi gengisstyrking sé byggð á afskaplega veikum grunni,“ segir Friðrik. Hann vill láta frysta gengi krónunnar og segir að með sama áframhaldi stefni í annað hrun. Heiðrún Lind og Friðrik segja bæði að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa sé of mikill þannig að lífeyrissjóðir nýti sér ekki einu sinni heimildir til að fara með fé úr landi. Seðlabankinn verði að skoða alvarlega hvað hægt sé að gera. „Og auðvitað koma í veg fyrir að hér verði einhvers konar hrun númer tvö,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira