Myljandi hagnaður Landsbankans í tíð Steinþórs Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2016 18:24 Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira