Myljandi hagnaður Landsbankans í tíð Steinþórs Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2016 18:24 Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 170 milljarða króna á þeim sex árum sem Steinþór Pálsson var við stjórnvölinn í bankanum. Á þeim tíma greiddi bankinn ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór Pálsson hefur verið bankastjóri Landsbankans frá 1. júní 2010 en hann lét af störfum af í dag. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hefur tekið við stjórn bankans. Staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt sem verða má að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.Gat ekki borið fyrir sig þekkingarleysi Ástæður starfsloka Steinþórs eru ekki tilgreindar en starfslokin koma strax í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sala eigna Landsbankans á árunum 2010-2016 var harðlega gagnrýnd. Á þessum tíma seldi bankinn mörg verðmæt fyrirtæki án auglýsingar. Meðal annars hlutabréf í greiðslukortafyrirtækjunum Borgun hf. og Valitor hf. Þar vógu líklega þyngst á metunum mistök Landsbankans við söluna á Borgun en bankinn nýtti sér ekki aðgang að gagnaherbergjum til að kanna raunvirði fyrirtækisins áður en hlutabréf í því voru seld. Var því ekki tekið tillit til sérstakra valréttargreiðslna sem Borgun átti rétt á vegna aðildar sinnar að Visa Europe vegna yfirtöku Visa Inc. að fyrirtækinu. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi ekki getað borið fyrir sig þekkingarleysi um greiðslur vegna valréttarsamninga frá Visa Inc. vegna aðildar Borgunar að Visa Europe þrátt fyrir ágreining um upplýsingar í gagnaherbergi. „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Hagnaður bankans 170 milljarðar króna Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í Landsbankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Steinþór læt strax af störfum. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilhögun starfsflokanna eða hvort hann hafi fengið samkomulag um starfslok umfram lögbundinn uppsagnarfrest.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira