Viðskipti innlent

Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP

Utanríkisráðuneytið hefur hafið lagalegar aðgerðir gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. Tilefnið er að um árabil hefur verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins koma einnig að málaferlunum.



Sjá einnig: Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland



Breska fyrirtækið hefur einkarétt á orðinu ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins og hefur ítrekað kvarta til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu, samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.



Þar segir að aðgerðir verslunarkeðjunnar hafi meðal annars bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland.



Í september sagði Malcolm Walker, framkvæmdastjóri Iceland, að þar sem um fimm milljónir manna sæktu verslanir þeirra heim í viku hverri og einungis 300 þúsund manns byggju á Íslandi, ætti verslunarkeðjan í raun mun meiri rétt á nafninu en Ísland.



 „Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í sínu markaðsstarfi sínu erlendis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra.



„Í huga neytenda víða um heim er ímynd Íslands mjög jákvæð og í því felast mikil tækifæri fyrir land og þjóð. Tilraunir okkar til að semja um sanngjarna lausn á vandanum hafa engu skilað og okkur er því nauðugur sá kostur að leita réttar okkar með formlegum hætti hjá viðeigandi stofnunum Evrópusambandsins. Ég er vongóð um að niðurstaðan verði jákvæð.”


Tengdar fréttir

Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið

Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland.

Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland

Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v

„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“

Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×