Hamilton fljótastur á báðum æfingum fyrir einvígið í eyðimörkinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. nóvember 2016 15:45 Lewis Hamilton náði óskabyrjun á helginni. Vísir/Getty Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.Fyrri æfingin Hamilton var talsvert fljótari á fyrri æfingunni, hann var 0,374 sekúndum á undan Rosberg. Rosberg hefur 12 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það er því klárt að Hamilton þarf að gera allt hvað hann getur til að verða meistari. Ef Hamilton vinnur keppnina á sunnudag þá þarf Rosberg að komast á verðlaunapall til að verða meistari. Ef Hamilton verður annar þarf Rosberg að verða sjötti til að verða heimsmeistari og ef Hamilton verður þriðji þá þarf Rosberg að verða áttundi. Staðan er hins vegar ljós ef Hamilton verður fjórði eða neðar, þá verður Rosberg meistari. Red Bull bílarnir voru þeir næstu á eftir Mercedes á fyrri æfingunni. Max Verstappen varð þriðji og Daniel Ricciardo varð fjórði.Ætli Rosberg hugsi með sér að hann ætli að aka öruggt og ná verðlaunasæti eða ætlar hann sér að vinna á sunnudag?Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton hafði aftur betur á seinni æfingunni en það munaði einungis 0,079 sekúndum á liðsfélögunum. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, innan við þremur tíundu úr sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull ökumennirnir komu þar á eftir. Kimi Raikkonen á Ferrari varð svo sjötti. Hann var síðastur þeirra sem voru innan við sekúndu á eftir Hamilton. Daniil Kvyat á Toro Rosso lenti í því að sprengja dekk á báðum æfingunum svo liðið þurfti að rannsaka bílinn enda undarlegt slíkt komi fyrir. Tímatakan á morgun verður spennandi á morgun en keppnin verður auðvitað vettvangurinn þar sem úrslitin ráðast á sunnudag. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.Fyrri æfingin Hamilton var talsvert fljótari á fyrri æfingunni, hann var 0,374 sekúndum á undan Rosberg. Rosberg hefur 12 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það er því klárt að Hamilton þarf að gera allt hvað hann getur til að verða meistari. Ef Hamilton vinnur keppnina á sunnudag þá þarf Rosberg að komast á verðlaunapall til að verða meistari. Ef Hamilton verður annar þarf Rosberg að verða sjötti til að verða heimsmeistari og ef Hamilton verður þriðji þá þarf Rosberg að verða áttundi. Staðan er hins vegar ljós ef Hamilton verður fjórði eða neðar, þá verður Rosberg meistari. Red Bull bílarnir voru þeir næstu á eftir Mercedes á fyrri æfingunni. Max Verstappen varð þriðji og Daniel Ricciardo varð fjórði.Ætli Rosberg hugsi með sér að hann ætli að aka öruggt og ná verðlaunasæti eða ætlar hann sér að vinna á sunnudag?Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton hafði aftur betur á seinni æfingunni en það munaði einungis 0,079 sekúndum á liðsfélögunum. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, innan við þremur tíundu úr sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull ökumennirnir komu þar á eftir. Kimi Raikkonen á Ferrari varð svo sjötti. Hann var síðastur þeirra sem voru innan við sekúndu á eftir Hamilton. Daniil Kvyat á Toro Rosso lenti í því að sprengja dekk á báðum æfingunum svo liðið þurfti að rannsaka bílinn enda undarlegt slíkt komi fyrir. Tímatakan á morgun verður spennandi á morgun en keppnin verður auðvitað vettvangurinn þar sem úrslitin ráðast á sunnudag. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30
Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00
Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30
Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30