Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Guðmundur Jörundsson segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Artikolo ehf. vísir Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00