Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR ingvar haraldsson skrifar 9. júní 2016 10:12 Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo. Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis. Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen. Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy. Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo. Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis. Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen. Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy. Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira