Hver heyrir þegar Björk grætur? Orri Vigfússon skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Björk Guðmundsdóttir er án efa áhrifamesti Íslendingur samtíðarinnar. Hún grætur skilningsleysi stjórnmálamanna á Íslandi. Hún undrast áhugaleysi þeirra á náttúruvernd og umhverfismálum. Málsmetandi áhrifamenn úti um allan heim hlusta á það sem hún hefur fram að færa. Umhverfisvernd er grunnurinn að veigamestu atvinnuvegum þjóðarinnar, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Björk bendir á að þessi málaflokkur hafi alveg gleymst í nýliðinni kosningabaráttu. Fæstir leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafi áhuga á umhverfismálum. Það er merkilegt því að nú, eftir kosningar, virðast umhverfismál einmitt geta sameinað talsmenn allra flokka ef marka má umræðu þeirra um fjölbreytni og breiða samstöðu. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig sviðna jörð í náttúruvernd þrátt fyrir að hafa lýst einkunnarorðum sínum strax í maí 2013, í upphafi síns ferils, og sagst ætla að vera í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu. Þá, eins og í aðdraganda bankahrunsins 2008, var það Framsóknarflokkurinn sem hafði sig mest í frammi. Þrátt fyrir þessa eindregnu yfirlýsingu hafa lausnir á umhverfisvandamálum víða um land ekki komist í raunhæfan farveg og undirstofnanir eins og Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Matvælastofnun hafa deilt út starfs- og rekstrarleyfum til aflandsfélaga í fiskeldi í trássi við lög og reglugerðir. Svo virðist sem starfsfólk þessara stofnana hafi aldrei kynnt sér náttúruverndarlög og reglugerðir sem það á að starfa eftir.Hunsaði eðlileg tilmæli Neðri hluti Þjórsár er í stórhættu eftir að verkefnastjórn rammaáætlunar mælir með óvissu í stað varúðar. Það þurfti að hafa uppi hótanir gagnvart stjórnvöldum til að bjarga fiskstofnum í Landbroti og Meðallandi frá tortímingu vegna vatnsleysis af mannavöldum. Engin raunhæf aðgerðaráætlun er komin í gang til að bæta vistkerfi Laxár og Mývatns. Aðeins hafa verið gerðar ófullburða kannanir. Margsinnis hefur þurft að afturkalla leyfisveitingar opinberra stofnana vegna þess að reglur um umhverfismál hafa verið brotnar – líkt og reglurnar hafi verið settar fyrir einhverja allt aðra en þau stjórnvöld sem eiga að fara eftir þeim. Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér úrskurð 4. maí sl. (http://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð til þess að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Nýlega tróð umhverfisráðherra upp á hinu háa Alþingi og kvaðst hafa þungar áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá og sagði það mál óleyst en bætti jafnframt við að hún hefði enn meiri áhyggjur af fyrirhuguðu risafiskeldi sem væri ógn við vistkerfi sjávar og strandlengju þar sem því væri ætlaður staður. Nokkrir verndar- og hagsmunaaðilar bentu henni snarlega á hvað henni bæri að gera samkvæmt náttúruverndarlögunum; þ.e. að fela fagaðilum strax að meta áhættuna og verndargildið. Því miður hunsaði ráðherra þessi eðlilegu tilmæli. Nú er lag – og ég hvet alla alþingismenn til að taka undir með Björk og setja náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Þá á ég við bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem ættu að geta sameinast um að hlíta rökum og beita skynsemi í umhverfismálum. Það gæti verið ágæt byrjun að allir þingmenn sæktu námskeið um umhverfisvernd, bæði um þá löggjöf sem hér gildir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur axlað í þessum málaflokki. Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er án efa áhrifamesti Íslendingur samtíðarinnar. Hún grætur skilningsleysi stjórnmálamanna á Íslandi. Hún undrast áhugaleysi þeirra á náttúruvernd og umhverfismálum. Málsmetandi áhrifamenn úti um allan heim hlusta á það sem hún hefur fram að færa. Umhverfisvernd er grunnurinn að veigamestu atvinnuvegum þjóðarinnar, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Björk bendir á að þessi málaflokkur hafi alveg gleymst í nýliðinni kosningabaráttu. Fæstir leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafi áhuga á umhverfismálum. Það er merkilegt því að nú, eftir kosningar, virðast umhverfismál einmitt geta sameinað talsmenn allra flokka ef marka má umræðu þeirra um fjölbreytni og breiða samstöðu. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig sviðna jörð í náttúruvernd þrátt fyrir að hafa lýst einkunnarorðum sínum strax í maí 2013, í upphafi síns ferils, og sagst ætla að vera í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu. Þá, eins og í aðdraganda bankahrunsins 2008, var það Framsóknarflokkurinn sem hafði sig mest í frammi. Þrátt fyrir þessa eindregnu yfirlýsingu hafa lausnir á umhverfisvandamálum víða um land ekki komist í raunhæfan farveg og undirstofnanir eins og Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Matvælastofnun hafa deilt út starfs- og rekstrarleyfum til aflandsfélaga í fiskeldi í trássi við lög og reglugerðir. Svo virðist sem starfsfólk þessara stofnana hafi aldrei kynnt sér náttúruverndarlög og reglugerðir sem það á að starfa eftir.Hunsaði eðlileg tilmæli Neðri hluti Þjórsár er í stórhættu eftir að verkefnastjórn rammaáætlunar mælir með óvissu í stað varúðar. Það þurfti að hafa uppi hótanir gagnvart stjórnvöldum til að bjarga fiskstofnum í Landbroti og Meðallandi frá tortímingu vegna vatnsleysis af mannavöldum. Engin raunhæf aðgerðaráætlun er komin í gang til að bæta vistkerfi Laxár og Mývatns. Aðeins hafa verið gerðar ófullburða kannanir. Margsinnis hefur þurft að afturkalla leyfisveitingar opinberra stofnana vegna þess að reglur um umhverfismál hafa verið brotnar – líkt og reglurnar hafi verið settar fyrir einhverja allt aðra en þau stjórnvöld sem eiga að fara eftir þeim. Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér úrskurð 4. maí sl. (http://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð til þess að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Nýlega tróð umhverfisráðherra upp á hinu háa Alþingi og kvaðst hafa þungar áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá og sagði það mál óleyst en bætti jafnframt við að hún hefði enn meiri áhyggjur af fyrirhuguðu risafiskeldi sem væri ógn við vistkerfi sjávar og strandlengju þar sem því væri ætlaður staður. Nokkrir verndar- og hagsmunaaðilar bentu henni snarlega á hvað henni bæri að gera samkvæmt náttúruverndarlögunum; þ.e. að fela fagaðilum strax að meta áhættuna og verndargildið. Því miður hunsaði ráðherra þessi eðlilegu tilmæli. Nú er lag – og ég hvet alla alþingismenn til að taka undir með Björk og setja náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Þá á ég við bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem ættu að geta sameinast um að hlíta rökum og beita skynsemi í umhverfismálum. Það gæti verið ágæt byrjun að allir þingmenn sæktu námskeið um umhverfisvernd, bæði um þá löggjöf sem hér gildir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur axlað í þessum málaflokki. Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar