Aftur um þennan andsk?… flugvöll Jón Hjaltason skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Mér þykir leitt að hafa meitt Samfylkingarmenn norðan heiða með getgátum um að þeim væri nokk sama þótt flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri. En það þyrmdi yfir mig við lestur kosningapésa er hrundu inn um bréfalúguna hjá mér og merktir voru Samfylkingunni. Þar var hamrað á mikilvægi samgangna en ég sá hvergi minnst á Reykjavíkurflugvöll. Rifjaðist þá upp fyrir mér hástemmd orðræða núverandi oddvita Samfylkingar í Norðausturkjördæmi (og raunar Samfylkingar allrar) þar sem hann lýsti því yfir með miklum þunga að okkur væri nær að láta flugvöllinn eftir í þágu borgarskipulags Reykjavíkur. Síðan eru allnokkur ár, skal ég fúslega viðurkenna, svo kannski hefur hann skipt um skoðun sem er vel. Annað sem kom illa við mig í flugvallarumræðunni er gamla klisjan um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er uns fundin er betri lausn. Ein lausnin er að miðstöð innanlandsflugs færist til Keflavíkur með fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum en líkast til flestum vondum sem ég fjölyrði ekki um. Önnur er að byggja flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem ég heyrði á dögunum að myndi kosta 100 milljarða. Sláum af og segjum að nýr flugvöllur kosti „aðeins“ 50 milljarða. Af hverju þorir enginn stjórnmálaflokkur að taka af skarið og segja það sem blasir við: Þetta kemur ekki til greina. Nei, þess í stað er spanderað milljónum og milljónatugum í leit að vænlegu flugvallarstæði.Tala út og suður Samfylkingin hefur tekið þátt í þessum sorglega skrípaleik og að mínu mati farið verr út úr honum en aðrir flokkar eða hverjum skal trúa þegar oddvitar hennar tala tungum tveim og vilja bæði rústa flugvöllinn í Vatnsmýri ekki síðar en 2022 en jafnframt halda í hann uns „betri lausn er fundin“. Höfum hugfast að uppbygging nýs flugvallar verður að hefjast innan fjögurra ára ef hann á að verða til reiðu árið 2022 og dugar þó ef til vill ekki til. Ég skal fúslega viðurkenna að ég ætlast til þess að Samfylkingarmenn standi skör hærra en aðrir pólitíkusar. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan hann lofaði skjaldborg um heimilin en almenningi fannst, með réttu eða röngu, að Jóhanna aðhefðist lítt eða ekki heldur biði paradísarheimtar ESB. Síðan þá hefur Samfylkingunni einfaldlega mistekist að vinna traust almennings á nýjan leik og er nú í svipaðri stöðu og kona sem keppir um vegtyllur í karlaheimi, hún þarf að vera helmingi hæfileikaríkari en karlinn til að bera hærri hlut. Á þessu hefur Samfylkingin ekki kveikt. Um það er flugvöllurinn í Vatnsmýri kannski eitt besta dæmið. Þar tala flokksmenn út og suður og kveikja grun um græsku í stað þess að taka af öll tvímæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mér þykir leitt að hafa meitt Samfylkingarmenn norðan heiða með getgátum um að þeim væri nokk sama þótt flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri. En það þyrmdi yfir mig við lestur kosningapésa er hrundu inn um bréfalúguna hjá mér og merktir voru Samfylkingunni. Þar var hamrað á mikilvægi samgangna en ég sá hvergi minnst á Reykjavíkurflugvöll. Rifjaðist þá upp fyrir mér hástemmd orðræða núverandi oddvita Samfylkingar í Norðausturkjördæmi (og raunar Samfylkingar allrar) þar sem hann lýsti því yfir með miklum þunga að okkur væri nær að láta flugvöllinn eftir í þágu borgarskipulags Reykjavíkur. Síðan eru allnokkur ár, skal ég fúslega viðurkenna, svo kannski hefur hann skipt um skoðun sem er vel. Annað sem kom illa við mig í flugvallarumræðunni er gamla klisjan um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er uns fundin er betri lausn. Ein lausnin er að miðstöð innanlandsflugs færist til Keflavíkur með fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum en líkast til flestum vondum sem ég fjölyrði ekki um. Önnur er að byggja flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem ég heyrði á dögunum að myndi kosta 100 milljarða. Sláum af og segjum að nýr flugvöllur kosti „aðeins“ 50 milljarða. Af hverju þorir enginn stjórnmálaflokkur að taka af skarið og segja það sem blasir við: Þetta kemur ekki til greina. Nei, þess í stað er spanderað milljónum og milljónatugum í leit að vænlegu flugvallarstæði.Tala út og suður Samfylkingin hefur tekið þátt í þessum sorglega skrípaleik og að mínu mati farið verr út úr honum en aðrir flokkar eða hverjum skal trúa þegar oddvitar hennar tala tungum tveim og vilja bæði rústa flugvöllinn í Vatnsmýri ekki síðar en 2022 en jafnframt halda í hann uns „betri lausn er fundin“. Höfum hugfast að uppbygging nýs flugvallar verður að hefjast innan fjögurra ára ef hann á að verða til reiðu árið 2022 og dugar þó ef til vill ekki til. Ég skal fúslega viðurkenna að ég ætlast til þess að Samfylkingarmenn standi skör hærra en aðrir pólitíkusar. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan hann lofaði skjaldborg um heimilin en almenningi fannst, með réttu eða röngu, að Jóhanna aðhefðist lítt eða ekki heldur biði paradísarheimtar ESB. Síðan þá hefur Samfylkingunni einfaldlega mistekist að vinna traust almennings á nýjan leik og er nú í svipaðri stöðu og kona sem keppir um vegtyllur í karlaheimi, hún þarf að vera helmingi hæfileikaríkari en karlinn til að bera hærri hlut. Á þessu hefur Samfylkingin ekki kveikt. Um það er flugvöllurinn í Vatnsmýri kannski eitt besta dæmið. Þar tala flokksmenn út og suður og kveikja grun um græsku í stað þess að taka af öll tvímæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun