Halló – er 21. öldin heima? Andrea Róbertsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar