Af hverju að banna búrkur? Björgvin Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun