Sjúkraþjálfun – Beint aðgengi Sveinn Sveinsson skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Umræðan um aukið álag á slysadeild og lækna á heilsugæslustöðvum er þörf og í því samhengi er gott að vita að hægt er að leita beint til sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar eru þeir sem koma að endurhæfingu eftir slys, áverka eða veikindi. Sjúkraþjálfari er sá sem léttir á verkjum, liðkar og kennir æfingar til að styrkja svæði, kennir rétta líkamsbeitingu við vinnu og kemur fólki af stað aftur. Sjúkraþjálfari leiðbeinir, útskýrir og er sá aðili sem kemur mest að endurhæfingu. Beint aðgengi er nú að sjúkraþjálfurum og þarf ekki að leita til læknis áður en farið er til sjúkraþjálfara.Í góðum samskiptum við lækna Sjúkraþjálfarar eru hins vegar í góðum samskiptum við lækna og vísa til þeirra þeim málum sem ekki lagast hratt. Þessu beina aðgengi er gott að vita af, þegar upp koma verkir eða minniháttar slys og tognanir. Sjúkraþjálfari getur metið áverkann, lagt mat á stöðuna, gefið ráðleggingar, búið um tognanir, minnkað bólgur, dregið úr verkjum, og það sem er mikilvægast, ráðlagt um næstu skref og hvernig viðkomandi getur hagað sér til að flýta fyrir bata og bæta líðan. Sjúkraþjálfarar senda ekki í rannsóknir, og skrifa ekki upp á lyf. Á Íslandi eru yfir 400 starfandi sjúkraþjálfarar sem koma að endurhæfingu. Það er góð viðbót við þá 10 endurhæfingarlækna sem eru starfandi, enda vinna þessir aðilar vel og náið saman. Hvort heldur á endurhæfingarstöðvum eins og Reykjalundi, Grensás og Heilsustofnun NLFÍ eða á öllum þeim einkareknu sjúkraþjálfunarstöðvum sem eru starfandi. Saman vinna þessir aðilar frábært starf, og koma einstaklingum til baka til vinnu, í frístundir, í gönguferðir, í íþróttir og að njóta þess sem er í boði í lífinu, án verkja. Það þarf ekki alltaf lyf til þess, heldur utanumhald og færni sjúkraþjálfarans og mikla samvinnu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um aukið álag á slysadeild og lækna á heilsugæslustöðvum er þörf og í því samhengi er gott að vita að hægt er að leita beint til sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar eru þeir sem koma að endurhæfingu eftir slys, áverka eða veikindi. Sjúkraþjálfari er sá sem léttir á verkjum, liðkar og kennir æfingar til að styrkja svæði, kennir rétta líkamsbeitingu við vinnu og kemur fólki af stað aftur. Sjúkraþjálfari leiðbeinir, útskýrir og er sá aðili sem kemur mest að endurhæfingu. Beint aðgengi er nú að sjúkraþjálfurum og þarf ekki að leita til læknis áður en farið er til sjúkraþjálfara.Í góðum samskiptum við lækna Sjúkraþjálfarar eru hins vegar í góðum samskiptum við lækna og vísa til þeirra þeim málum sem ekki lagast hratt. Þessu beina aðgengi er gott að vita af, þegar upp koma verkir eða minniháttar slys og tognanir. Sjúkraþjálfari getur metið áverkann, lagt mat á stöðuna, gefið ráðleggingar, búið um tognanir, minnkað bólgur, dregið úr verkjum, og það sem er mikilvægast, ráðlagt um næstu skref og hvernig viðkomandi getur hagað sér til að flýta fyrir bata og bæta líðan. Sjúkraþjálfarar senda ekki í rannsóknir, og skrifa ekki upp á lyf. Á Íslandi eru yfir 400 starfandi sjúkraþjálfarar sem koma að endurhæfingu. Það er góð viðbót við þá 10 endurhæfingarlækna sem eru starfandi, enda vinna þessir aðilar vel og náið saman. Hvort heldur á endurhæfingarstöðvum eins og Reykjalundi, Grensás og Heilsustofnun NLFÍ eða á öllum þeim einkareknu sjúkraþjálfunarstöðvum sem eru starfandi. Saman vinna þessir aðilar frábært starf, og koma einstaklingum til baka til vinnu, í frístundir, í gönguferðir, í íþróttir og að njóta þess sem er í boði í lífinu, án verkja. Það þarf ekki alltaf lyf til þess, heldur utanumhald og færni sjúkraþjálfarans og mikla samvinnu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun