Körfubolti

Körfuboltakvöld: Bonneau er stór hluti af vandamáli Njarðvíkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Njarðvík hefur farið illa af stað í Domino's deild karla í vetur.

Njarðvíkingar biðu lægri hlut fyrir Grindvíkingum, 95-83, í fyrradag en það var fjórða tap liðsins í fyrstu sex umferðunum.

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson fóru yfir sóknarleik Njarðvíkur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Að þeirra mati er Stefan Bonneau stór hluti af vandamáli Njarðvíkinga. Þessi frábæri sóknarmaður reyndi mikið sjálfur í leiknum gegn Grindavík og var ekkert sérstaklega duglegur að dreifa boltanum og koma öðrum leikmönnum Njarðvíkur inn í leikinn.

„Þetta var rosalega erfitt og þungt og ég hefði viljað sjá þá opna meira fyrir skytturnar,“ sagði Hermann sem greindi sóknarleik Njarðvíkur með hjálp teiknitölvu.

„Mér var eiginlega hálf illt að horfa á mitt fyrrum félag spila svona illa. Það vantaði einhverja ástríðu í þá,“ sagði Hermann ennfremur en greiningu hans má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gunnar Örlygsson: Rekið mig frekar en þjálfarann

Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, tjáði sig um þjálfaramál karlaliðs félagsins á fésbókinni í kvöld eftir að Njarðvíkurliðið datt út úr Maltbikarnum á móti nágrönnum sínum í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×