Nýtt einkunnakerfi og einkunnabólga Björn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Nýlega barst mér bæklingurinn Nýir tímar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar er m.a. fjallað um nýtt einkunnakerfi í bókstöfum fyrir grunnskóla. Haft eftir Gylfa J. Gylfasyni að bókstafakvarðinn auki gegnsæi og gæði við einkunnagjöf og að hugtakið „einkunnaverðbólga“ gæti heyrt sögunni til. Tölur sýna að í grunnskólum hafi átt sér stað veruleg einkunnabólga undanfarin ár. Á árunum 2005-2010 fengu 24-27% nemenda 9 eða 10 í íslensku, 34-36% árið 2014 og 39% árið 2015. Þetta myndi ég kalla óðaeinkunnabólgu. Fyrir fáeinum árum ritaði ég greinina „Einkunnabólga; orsakir og afleiðingar“. Þar kemur fram að einkunnabólga stafar fyrst og fremst af auknum þrýstingi á kennara úr ýmsum áttum. Þetta er vandamál víða, þ. á m. í kröfuhörðustu háskólum USA. Þar hófst einkunnabólga um 1960 en jókst verulega eftir 1980 og hefur verið tengd við kennslukannanir og markaðsvæðingu menntunar af Stuart Rojstaczer, fyrrverandi prófessor við Duke-háskólann, sem heldur úti vefsíðunni gradeinflation.com. Hann segir í lauslegri þýðingu: „Um 1980 urðu kennslukannanir algengar og skólagjöld hækkuðu umfram tekjur fólks. Farið var að líta á nemendur (og foreldra þeirra) sem viðskiptavini og þeir hafa alltaf rétt fyrir sér. Vilji þeir háar einkunnir fá þeir þær. Þrýst er á kennara af nemendum, foreldrum og skólastjórnum, þeir slaka á námskröfum og gefa hærri einkunnir til að hafa alla ánægða.“ Valerie Strauss skrifaði grein í Washington Post um einkunnabólgu og skaðann sem af henni hlýst. Starfsmenn háskóla segja fleiri og fleiri háskólanema ofverndaða og ofdekraða og aldrei hafa fengið að hrufla sig á hnjánum eins og það er orðað. Í uppeldinu og á neðri skólastigum upplifa þau eintómt hrós og kunna því ekki að taka gagnrýni. Þessi ungmenni búast við verðlaunum eða a.m.k. hrósi fyrir allt sem þau gera. Þetta minnir óneitanlega á orð Guðrúnar Geirsdóttur í HÍ þegar hún segir að nemendur vilji gera sem minnst sjálfir en krefjist mikils af kennurum, lesi ekki kennslubækurnar en krefjist hárra einkunna. Halldóra S. Sigurðardóttir, kennari í MH, tekur í svipaðan streng í grein sem nefnist „Ég ætla að fá stúdentspróf!“ (með sem minnstri fyrirhöfn). Að mati Strauss er einkunnabólga að rýra gæði menntunar.Talnakvarðinn ekki vandamál Nýr einkunnakvarði fyrir íslenska grunnskóla mun ekki útrýma einkunnabólgu því að talnakvarðinn er ekki vandamál sem slíkur. Skv. matsviðmiðum aðalnámskrár í íslensku fær nemandi C ef hann sýnir sæmilega hæfni, B fyrir góða hæfni og A fyrir framúrskarandi hæfni. Þetta er tíundað nánar og útskýrt með orðunum sæmilegt, gott, mjög gott og öðrum álíka. Slík orð hafa mismunandi merkingu í hugum mismunandi kennara og bókstafakvarðinn því engu betri en talnakvarði. Í mörgum bandarískum háskólum eru einkunnir gefnar í bókstöfum. A er excellent, B er good, C er acceptable og þetta er útlistað nánar sem hæfniviðmið. Ekki hefur þetta kerfi komið í veg fyrir einkunnabólgu. Árið 1971 voru einkunnirnar A- og A 7% einkunna í bandarískum háskólum en eru nú 41%. Tilhneiging kennara til að gefa nemendum sífellt hærri einkunnir ræðst ekki af einkunnakvarða heldur af síauknum þrýstingi frá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum og yfirvöldum. Líklegast er að smám saman muni hærra hlutfall íslenskra grunnskólanema fá A frekar en B og B frekar en C. Einkunnabólga felur í sér að nemendur eru sviknir um sanngjarnt mat á eigin frammistöðu og gæði námsins rýrna. Ósanngjarn þrýstingur á kennara misbýður réttlætiskennd þeirra og gerir kennarastarfið óaðlaðandi. Einkunnabólga er skaðleg, en hún verður ekki læknuð með því að gefa einkunnir í bókstöfum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér bæklingurinn Nýir tímar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar er m.a. fjallað um nýtt einkunnakerfi í bókstöfum fyrir grunnskóla. Haft eftir Gylfa J. Gylfasyni að bókstafakvarðinn auki gegnsæi og gæði við einkunnagjöf og að hugtakið „einkunnaverðbólga“ gæti heyrt sögunni til. Tölur sýna að í grunnskólum hafi átt sér stað veruleg einkunnabólga undanfarin ár. Á árunum 2005-2010 fengu 24-27% nemenda 9 eða 10 í íslensku, 34-36% árið 2014 og 39% árið 2015. Þetta myndi ég kalla óðaeinkunnabólgu. Fyrir fáeinum árum ritaði ég greinina „Einkunnabólga; orsakir og afleiðingar“. Þar kemur fram að einkunnabólga stafar fyrst og fremst af auknum þrýstingi á kennara úr ýmsum áttum. Þetta er vandamál víða, þ. á m. í kröfuhörðustu háskólum USA. Þar hófst einkunnabólga um 1960 en jókst verulega eftir 1980 og hefur verið tengd við kennslukannanir og markaðsvæðingu menntunar af Stuart Rojstaczer, fyrrverandi prófessor við Duke-háskólann, sem heldur úti vefsíðunni gradeinflation.com. Hann segir í lauslegri þýðingu: „Um 1980 urðu kennslukannanir algengar og skólagjöld hækkuðu umfram tekjur fólks. Farið var að líta á nemendur (og foreldra þeirra) sem viðskiptavini og þeir hafa alltaf rétt fyrir sér. Vilji þeir háar einkunnir fá þeir þær. Þrýst er á kennara af nemendum, foreldrum og skólastjórnum, þeir slaka á námskröfum og gefa hærri einkunnir til að hafa alla ánægða.“ Valerie Strauss skrifaði grein í Washington Post um einkunnabólgu og skaðann sem af henni hlýst. Starfsmenn háskóla segja fleiri og fleiri háskólanema ofverndaða og ofdekraða og aldrei hafa fengið að hrufla sig á hnjánum eins og það er orðað. Í uppeldinu og á neðri skólastigum upplifa þau eintómt hrós og kunna því ekki að taka gagnrýni. Þessi ungmenni búast við verðlaunum eða a.m.k. hrósi fyrir allt sem þau gera. Þetta minnir óneitanlega á orð Guðrúnar Geirsdóttur í HÍ þegar hún segir að nemendur vilji gera sem minnst sjálfir en krefjist mikils af kennurum, lesi ekki kennslubækurnar en krefjist hárra einkunna. Halldóra S. Sigurðardóttir, kennari í MH, tekur í svipaðan streng í grein sem nefnist „Ég ætla að fá stúdentspróf!“ (með sem minnstri fyrirhöfn). Að mati Strauss er einkunnabólga að rýra gæði menntunar.Talnakvarðinn ekki vandamál Nýr einkunnakvarði fyrir íslenska grunnskóla mun ekki útrýma einkunnabólgu því að talnakvarðinn er ekki vandamál sem slíkur. Skv. matsviðmiðum aðalnámskrár í íslensku fær nemandi C ef hann sýnir sæmilega hæfni, B fyrir góða hæfni og A fyrir framúrskarandi hæfni. Þetta er tíundað nánar og útskýrt með orðunum sæmilegt, gott, mjög gott og öðrum álíka. Slík orð hafa mismunandi merkingu í hugum mismunandi kennara og bókstafakvarðinn því engu betri en talnakvarði. Í mörgum bandarískum háskólum eru einkunnir gefnar í bókstöfum. A er excellent, B er good, C er acceptable og þetta er útlistað nánar sem hæfniviðmið. Ekki hefur þetta kerfi komið í veg fyrir einkunnabólgu. Árið 1971 voru einkunnirnar A- og A 7% einkunna í bandarískum háskólum en eru nú 41%. Tilhneiging kennara til að gefa nemendum sífellt hærri einkunnir ræðst ekki af einkunnakvarða heldur af síauknum þrýstingi frá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum og yfirvöldum. Líklegast er að smám saman muni hærra hlutfall íslenskra grunnskólanema fá A frekar en B og B frekar en C. Einkunnabólga felur í sér að nemendur eru sviknir um sanngjarnt mat á eigin frammistöðu og gæði námsins rýrna. Ósanngjarn þrýstingur á kennara misbýður réttlætiskennd þeirra og gerir kennarastarfið óaðlaðandi. Einkunnabólga er skaðleg, en hún verður ekki læknuð með því að gefa einkunnir í bókstöfum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar