Nýtt einkunnakerfi og einkunnabólga Björn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Nýlega barst mér bæklingurinn Nýir tímar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar er m.a. fjallað um nýtt einkunnakerfi í bókstöfum fyrir grunnskóla. Haft eftir Gylfa J. Gylfasyni að bókstafakvarðinn auki gegnsæi og gæði við einkunnagjöf og að hugtakið „einkunnaverðbólga“ gæti heyrt sögunni til. Tölur sýna að í grunnskólum hafi átt sér stað veruleg einkunnabólga undanfarin ár. Á árunum 2005-2010 fengu 24-27% nemenda 9 eða 10 í íslensku, 34-36% árið 2014 og 39% árið 2015. Þetta myndi ég kalla óðaeinkunnabólgu. Fyrir fáeinum árum ritaði ég greinina „Einkunnabólga; orsakir og afleiðingar“. Þar kemur fram að einkunnabólga stafar fyrst og fremst af auknum þrýstingi á kennara úr ýmsum áttum. Þetta er vandamál víða, þ. á m. í kröfuhörðustu háskólum USA. Þar hófst einkunnabólga um 1960 en jókst verulega eftir 1980 og hefur verið tengd við kennslukannanir og markaðsvæðingu menntunar af Stuart Rojstaczer, fyrrverandi prófessor við Duke-háskólann, sem heldur úti vefsíðunni gradeinflation.com. Hann segir í lauslegri þýðingu: „Um 1980 urðu kennslukannanir algengar og skólagjöld hækkuðu umfram tekjur fólks. Farið var að líta á nemendur (og foreldra þeirra) sem viðskiptavini og þeir hafa alltaf rétt fyrir sér. Vilji þeir háar einkunnir fá þeir þær. Þrýst er á kennara af nemendum, foreldrum og skólastjórnum, þeir slaka á námskröfum og gefa hærri einkunnir til að hafa alla ánægða.“ Valerie Strauss skrifaði grein í Washington Post um einkunnabólgu og skaðann sem af henni hlýst. Starfsmenn háskóla segja fleiri og fleiri háskólanema ofverndaða og ofdekraða og aldrei hafa fengið að hrufla sig á hnjánum eins og það er orðað. Í uppeldinu og á neðri skólastigum upplifa þau eintómt hrós og kunna því ekki að taka gagnrýni. Þessi ungmenni búast við verðlaunum eða a.m.k. hrósi fyrir allt sem þau gera. Þetta minnir óneitanlega á orð Guðrúnar Geirsdóttur í HÍ þegar hún segir að nemendur vilji gera sem minnst sjálfir en krefjist mikils af kennurum, lesi ekki kennslubækurnar en krefjist hárra einkunna. Halldóra S. Sigurðardóttir, kennari í MH, tekur í svipaðan streng í grein sem nefnist „Ég ætla að fá stúdentspróf!“ (með sem minnstri fyrirhöfn). Að mati Strauss er einkunnabólga að rýra gæði menntunar.Talnakvarðinn ekki vandamál Nýr einkunnakvarði fyrir íslenska grunnskóla mun ekki útrýma einkunnabólgu því að talnakvarðinn er ekki vandamál sem slíkur. Skv. matsviðmiðum aðalnámskrár í íslensku fær nemandi C ef hann sýnir sæmilega hæfni, B fyrir góða hæfni og A fyrir framúrskarandi hæfni. Þetta er tíundað nánar og útskýrt með orðunum sæmilegt, gott, mjög gott og öðrum álíka. Slík orð hafa mismunandi merkingu í hugum mismunandi kennara og bókstafakvarðinn því engu betri en talnakvarði. Í mörgum bandarískum háskólum eru einkunnir gefnar í bókstöfum. A er excellent, B er good, C er acceptable og þetta er útlistað nánar sem hæfniviðmið. Ekki hefur þetta kerfi komið í veg fyrir einkunnabólgu. Árið 1971 voru einkunnirnar A- og A 7% einkunna í bandarískum háskólum en eru nú 41%. Tilhneiging kennara til að gefa nemendum sífellt hærri einkunnir ræðst ekki af einkunnakvarða heldur af síauknum þrýstingi frá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum og yfirvöldum. Líklegast er að smám saman muni hærra hlutfall íslenskra grunnskólanema fá A frekar en B og B frekar en C. Einkunnabólga felur í sér að nemendur eru sviknir um sanngjarnt mat á eigin frammistöðu og gæði námsins rýrna. Ósanngjarn þrýstingur á kennara misbýður réttlætiskennd þeirra og gerir kennarastarfið óaðlaðandi. Einkunnabólga er skaðleg, en hún verður ekki læknuð með því að gefa einkunnir í bókstöfum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér bæklingurinn Nýir tímar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar er m.a. fjallað um nýtt einkunnakerfi í bókstöfum fyrir grunnskóla. Haft eftir Gylfa J. Gylfasyni að bókstafakvarðinn auki gegnsæi og gæði við einkunnagjöf og að hugtakið „einkunnaverðbólga“ gæti heyrt sögunni til. Tölur sýna að í grunnskólum hafi átt sér stað veruleg einkunnabólga undanfarin ár. Á árunum 2005-2010 fengu 24-27% nemenda 9 eða 10 í íslensku, 34-36% árið 2014 og 39% árið 2015. Þetta myndi ég kalla óðaeinkunnabólgu. Fyrir fáeinum árum ritaði ég greinina „Einkunnabólga; orsakir og afleiðingar“. Þar kemur fram að einkunnabólga stafar fyrst og fremst af auknum þrýstingi á kennara úr ýmsum áttum. Þetta er vandamál víða, þ. á m. í kröfuhörðustu háskólum USA. Þar hófst einkunnabólga um 1960 en jókst verulega eftir 1980 og hefur verið tengd við kennslukannanir og markaðsvæðingu menntunar af Stuart Rojstaczer, fyrrverandi prófessor við Duke-háskólann, sem heldur úti vefsíðunni gradeinflation.com. Hann segir í lauslegri þýðingu: „Um 1980 urðu kennslukannanir algengar og skólagjöld hækkuðu umfram tekjur fólks. Farið var að líta á nemendur (og foreldra þeirra) sem viðskiptavini og þeir hafa alltaf rétt fyrir sér. Vilji þeir háar einkunnir fá þeir þær. Þrýst er á kennara af nemendum, foreldrum og skólastjórnum, þeir slaka á námskröfum og gefa hærri einkunnir til að hafa alla ánægða.“ Valerie Strauss skrifaði grein í Washington Post um einkunnabólgu og skaðann sem af henni hlýst. Starfsmenn háskóla segja fleiri og fleiri háskólanema ofverndaða og ofdekraða og aldrei hafa fengið að hrufla sig á hnjánum eins og það er orðað. Í uppeldinu og á neðri skólastigum upplifa þau eintómt hrós og kunna því ekki að taka gagnrýni. Þessi ungmenni búast við verðlaunum eða a.m.k. hrósi fyrir allt sem þau gera. Þetta minnir óneitanlega á orð Guðrúnar Geirsdóttur í HÍ þegar hún segir að nemendur vilji gera sem minnst sjálfir en krefjist mikils af kennurum, lesi ekki kennslubækurnar en krefjist hárra einkunna. Halldóra S. Sigurðardóttir, kennari í MH, tekur í svipaðan streng í grein sem nefnist „Ég ætla að fá stúdentspróf!“ (með sem minnstri fyrirhöfn). Að mati Strauss er einkunnabólga að rýra gæði menntunar.Talnakvarðinn ekki vandamál Nýr einkunnakvarði fyrir íslenska grunnskóla mun ekki útrýma einkunnabólgu því að talnakvarðinn er ekki vandamál sem slíkur. Skv. matsviðmiðum aðalnámskrár í íslensku fær nemandi C ef hann sýnir sæmilega hæfni, B fyrir góða hæfni og A fyrir framúrskarandi hæfni. Þetta er tíundað nánar og útskýrt með orðunum sæmilegt, gott, mjög gott og öðrum álíka. Slík orð hafa mismunandi merkingu í hugum mismunandi kennara og bókstafakvarðinn því engu betri en talnakvarði. Í mörgum bandarískum háskólum eru einkunnir gefnar í bókstöfum. A er excellent, B er good, C er acceptable og þetta er útlistað nánar sem hæfniviðmið. Ekki hefur þetta kerfi komið í veg fyrir einkunnabólgu. Árið 1971 voru einkunnirnar A- og A 7% einkunna í bandarískum háskólum en eru nú 41%. Tilhneiging kennara til að gefa nemendum sífellt hærri einkunnir ræðst ekki af einkunnakvarða heldur af síauknum þrýstingi frá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum og yfirvöldum. Líklegast er að smám saman muni hærra hlutfall íslenskra grunnskólanema fá A frekar en B og B frekar en C. Einkunnabólga felur í sér að nemendur eru sviknir um sanngjarnt mat á eigin frammistöðu og gæði námsins rýrna. Ósanngjarn þrýstingur á kennara misbýður réttlætiskennd þeirra og gerir kennarastarfið óaðlaðandi. Einkunnabólga er skaðleg, en hún verður ekki læknuð með því að gefa einkunnir í bókstöfum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun