Hver selur eignina þína? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Fyrir skömmu hitti ég gamlan starfsfélaga, sem er ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að hann fór að rekja raunir systur sinnar við sölu fasteignar nýverið. Málið var komið í hnút og hver benti á annan. Þú ert löggiltur fasteignasali, ekki rétt? spurði hann mig. Var ekki verið að breyta lögunum? Jú, mikið rétt, lögum um fasteignasala var breytt á liðnu ári og nú eiga löggiltir fasteignasalar að sjá um viðskiptin frá upphafi til enda. Í þessu dæmi höfðu nokkrir aðilar komið að sölunni, bæði fasteignasalar og aðstoðarmenn þeirra. Þeir höfðu séð um að skoða fasteignina, taka við tilboðum og vera í samskiptum við kaupanda og seljanda fram að því að kaupin tókust með samþykki kauptilboðs. Eftir það fór málið í hendur annarra fasteignasala innan fasteignasölunnar sem falið var að sjá um frágang kaupsamnings og uppgjör kaupverðsins. Vandamálið var að þegar ágreiningur kom upp og kaupandinn hélt eftir greiðslu þá var það hlutverk þeirra sem ganga frá kaupsamningnum að reyna að leysa úr þeim ágreiningi. Þessir fasteignasalar höfðu þó ekki skoðað né sýnt eignina eða verið í samskiptum við aðila um kaupin, fram að því að komið var að frágangi kaupsamnings og afsals. Eins og vandamálinu var lýst fyrir mér þá olli þessi staða því að þeir fasteignasalar sem falið var að gera upp viðskiptin gátu litla aðstoð eða ráðgjöf veitt um lausn deilunnar þar sem þeir höfðu t.d. ekki skoðað fasteignina sjálfir og voru lítið inni í því ferli sem á undan hafði gengið. Lítil aðstoð hafði því fengist við að ná sátt um lausn málsins og deilan komin í ágreining fyrir dómstólum. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og út frá þessari raunasögu félaga míns má draga þann lærdóm að heppilegast sé að sölunni sé fylgt eftir af sama fasteignasalanum frá upphafi til enda. Hann eða hún er þá betur í stakk búinn til að grípa inn í ef vandamál koma upp og vinna að farsælli lausn þeirra. Reynsla fasteignasalans skiptir þar miklu máli, svo í upphafi skal endinn skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu hitti ég gamlan starfsfélaga, sem er ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að hann fór að rekja raunir systur sinnar við sölu fasteignar nýverið. Málið var komið í hnút og hver benti á annan. Þú ert löggiltur fasteignasali, ekki rétt? spurði hann mig. Var ekki verið að breyta lögunum? Jú, mikið rétt, lögum um fasteignasala var breytt á liðnu ári og nú eiga löggiltir fasteignasalar að sjá um viðskiptin frá upphafi til enda. Í þessu dæmi höfðu nokkrir aðilar komið að sölunni, bæði fasteignasalar og aðstoðarmenn þeirra. Þeir höfðu séð um að skoða fasteignina, taka við tilboðum og vera í samskiptum við kaupanda og seljanda fram að því að kaupin tókust með samþykki kauptilboðs. Eftir það fór málið í hendur annarra fasteignasala innan fasteignasölunnar sem falið var að sjá um frágang kaupsamnings og uppgjör kaupverðsins. Vandamálið var að þegar ágreiningur kom upp og kaupandinn hélt eftir greiðslu þá var það hlutverk þeirra sem ganga frá kaupsamningnum að reyna að leysa úr þeim ágreiningi. Þessir fasteignasalar höfðu þó ekki skoðað né sýnt eignina eða verið í samskiptum við aðila um kaupin, fram að því að komið var að frágangi kaupsamnings og afsals. Eins og vandamálinu var lýst fyrir mér þá olli þessi staða því að þeir fasteignasalar sem falið var að gera upp viðskiptin gátu litla aðstoð eða ráðgjöf veitt um lausn deilunnar þar sem þeir höfðu t.d. ekki skoðað fasteignina sjálfir og voru lítið inni í því ferli sem á undan hafði gengið. Lítil aðstoð hafði því fengist við að ná sátt um lausn málsins og deilan komin í ágreining fyrir dómstólum. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og út frá þessari raunasögu félaga míns má draga þann lærdóm að heppilegast sé að sölunni sé fylgt eftir af sama fasteignasalanum frá upphafi til enda. Hann eða hún er þá betur í stakk búinn til að grípa inn í ef vandamál koma upp og vinna að farsælli lausn þeirra. Reynsla fasteignasalans skiptir þar miklu máli, svo í upphafi skal endinn skoða.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun