Snilldar- hugmyndin Erlendur Steinn Guðnason skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Eins og aðrir fæ ég hugmyndir á hverjum degi um allt milli himins og jarðar, eins og t.d. að endurraða í skápana í eldhúsinu eða hvernig best er að leysa úr ákveðnu verkefni. Einstaka sinnum læðist „snilldarhugmynd“ að manni. Slíkar hugmyndir þarfnast mikillar áræðni og orku við að hrinda í framkvæmd og reynist það yfirleitt erfiðasti hjallinn. Í tvö skipti hef ég bægt skynseminni frá til að elta þann draum að koma „snilldarhugmynd“ í framkvæmd. Fyrra skiptið var árið 2000. Á meðan aðrir veltu fyrir sér hvernig tölvukerfi heimsins myndu bregðast við árþúsundaskiptum, sátum við fjögur heima í stofu að skrifa viðskiptaáætlun um hvernig við gætum breytt heiminum með betri leitarvél fyrir íslenskan markað. Þá var ekkert sprotaumhverfi, viðskiptahraðlar eða Tækniþróunarsjóður en í staðinn bönkuðum við upp á hjá stórfyrirtæki í bænum og fengum fund með forstjóra sem stuttu síðar ákvað að kannski væri eitthvert vit í þessum ungmennum. Nokkrum mánuðum síðar sprakk netbólan og viðskiptamódelið okkar. Þrátt fyrir að upphafleg markmið næðust ekki þá komum við mörgum nýstárlegum verkefnum í framkvæmd. Eftir sátum við reynslunni ríkari og fórum hvert í sína áttina. Ég tók að mér að koma á fót þjónustuveri fyrir tölvuleikinn EVE Online sem þá var í þróun, þróa Sjónvarp og Ljósnet Símans svo eitthvað sé nefnt. Sextán árum síðar kallar „snilldarhugmynd“ aftur á mig og í þetta skipti er það félagi minn Pétur Orri Sæmundsen sem smitar mig af ólæknandi þörf fyrir að koma Vizido út í heiminn. Vizido, www.vizido.com, er app sem hjálpar lesblindum að muna og vinna með öðrum í kringum vídeó og myndir. Við trúum því að Vizido muni einnig nýtast öllum sem vilja einfalda og nýstárlega leið til að fanga eitthvað til að muna með snjallsímanum. Það eru ótrúlegar framfarir sem hafa orðið á sprotaumhverfinu á þessum sextán árum. Með stuðningi við sprota með Tækniþróunarsjóði, viðskiptahröðlum, Icelandic Startups, Samtökum sprotafyrirtækja og sprotafjárfestingarsjóðum hefur jarðvegurinn aldrei verið betri fyrir góðar hugmyndir. Hugvit er nefnilega óþrjótandi uppspretta sem vex og dafnar með hverju verkefninu. Framtíð barna okkar er björt ef við höldum áfram að gera hugviti hátt undir höfði og leyfum fleiri „snilldarhugmyndum“ að verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir fæ ég hugmyndir á hverjum degi um allt milli himins og jarðar, eins og t.d. að endurraða í skápana í eldhúsinu eða hvernig best er að leysa úr ákveðnu verkefni. Einstaka sinnum læðist „snilldarhugmynd“ að manni. Slíkar hugmyndir þarfnast mikillar áræðni og orku við að hrinda í framkvæmd og reynist það yfirleitt erfiðasti hjallinn. Í tvö skipti hef ég bægt skynseminni frá til að elta þann draum að koma „snilldarhugmynd“ í framkvæmd. Fyrra skiptið var árið 2000. Á meðan aðrir veltu fyrir sér hvernig tölvukerfi heimsins myndu bregðast við árþúsundaskiptum, sátum við fjögur heima í stofu að skrifa viðskiptaáætlun um hvernig við gætum breytt heiminum með betri leitarvél fyrir íslenskan markað. Þá var ekkert sprotaumhverfi, viðskiptahraðlar eða Tækniþróunarsjóður en í staðinn bönkuðum við upp á hjá stórfyrirtæki í bænum og fengum fund með forstjóra sem stuttu síðar ákvað að kannski væri eitthvert vit í þessum ungmennum. Nokkrum mánuðum síðar sprakk netbólan og viðskiptamódelið okkar. Þrátt fyrir að upphafleg markmið næðust ekki þá komum við mörgum nýstárlegum verkefnum í framkvæmd. Eftir sátum við reynslunni ríkari og fórum hvert í sína áttina. Ég tók að mér að koma á fót þjónustuveri fyrir tölvuleikinn EVE Online sem þá var í þróun, þróa Sjónvarp og Ljósnet Símans svo eitthvað sé nefnt. Sextán árum síðar kallar „snilldarhugmynd“ aftur á mig og í þetta skipti er það félagi minn Pétur Orri Sæmundsen sem smitar mig af ólæknandi þörf fyrir að koma Vizido út í heiminn. Vizido, www.vizido.com, er app sem hjálpar lesblindum að muna og vinna með öðrum í kringum vídeó og myndir. Við trúum því að Vizido muni einnig nýtast öllum sem vilja einfalda og nýstárlega leið til að fanga eitthvað til að muna með snjallsímanum. Það eru ótrúlegar framfarir sem hafa orðið á sprotaumhverfinu á þessum sextán árum. Með stuðningi við sprota með Tækniþróunarsjóði, viðskiptahröðlum, Icelandic Startups, Samtökum sprotafyrirtækja og sprotafjárfestingarsjóðum hefur jarðvegurinn aldrei verið betri fyrir góðar hugmyndir. Hugvit er nefnilega óþrjótandi uppspretta sem vex og dafnar með hverju verkefninu. Framtíð barna okkar er björt ef við höldum áfram að gera hugviti hátt undir höfði og leyfum fleiri „snilldarhugmyndum“ að verða að veruleika.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun