Snilldar- hugmyndin Erlendur Steinn Guðnason skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Eins og aðrir fæ ég hugmyndir á hverjum degi um allt milli himins og jarðar, eins og t.d. að endurraða í skápana í eldhúsinu eða hvernig best er að leysa úr ákveðnu verkefni. Einstaka sinnum læðist „snilldarhugmynd“ að manni. Slíkar hugmyndir þarfnast mikillar áræðni og orku við að hrinda í framkvæmd og reynist það yfirleitt erfiðasti hjallinn. Í tvö skipti hef ég bægt skynseminni frá til að elta þann draum að koma „snilldarhugmynd“ í framkvæmd. Fyrra skiptið var árið 2000. Á meðan aðrir veltu fyrir sér hvernig tölvukerfi heimsins myndu bregðast við árþúsundaskiptum, sátum við fjögur heima í stofu að skrifa viðskiptaáætlun um hvernig við gætum breytt heiminum með betri leitarvél fyrir íslenskan markað. Þá var ekkert sprotaumhverfi, viðskiptahraðlar eða Tækniþróunarsjóður en í staðinn bönkuðum við upp á hjá stórfyrirtæki í bænum og fengum fund með forstjóra sem stuttu síðar ákvað að kannski væri eitthvert vit í þessum ungmennum. Nokkrum mánuðum síðar sprakk netbólan og viðskiptamódelið okkar. Þrátt fyrir að upphafleg markmið næðust ekki þá komum við mörgum nýstárlegum verkefnum í framkvæmd. Eftir sátum við reynslunni ríkari og fórum hvert í sína áttina. Ég tók að mér að koma á fót þjónustuveri fyrir tölvuleikinn EVE Online sem þá var í þróun, þróa Sjónvarp og Ljósnet Símans svo eitthvað sé nefnt. Sextán árum síðar kallar „snilldarhugmynd“ aftur á mig og í þetta skipti er það félagi minn Pétur Orri Sæmundsen sem smitar mig af ólæknandi þörf fyrir að koma Vizido út í heiminn. Vizido, www.vizido.com, er app sem hjálpar lesblindum að muna og vinna með öðrum í kringum vídeó og myndir. Við trúum því að Vizido muni einnig nýtast öllum sem vilja einfalda og nýstárlega leið til að fanga eitthvað til að muna með snjallsímanum. Það eru ótrúlegar framfarir sem hafa orðið á sprotaumhverfinu á þessum sextán árum. Með stuðningi við sprota með Tækniþróunarsjóði, viðskiptahröðlum, Icelandic Startups, Samtökum sprotafyrirtækja og sprotafjárfestingarsjóðum hefur jarðvegurinn aldrei verið betri fyrir góðar hugmyndir. Hugvit er nefnilega óþrjótandi uppspretta sem vex og dafnar með hverju verkefninu. Framtíð barna okkar er björt ef við höldum áfram að gera hugviti hátt undir höfði og leyfum fleiri „snilldarhugmyndum“ að verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir fæ ég hugmyndir á hverjum degi um allt milli himins og jarðar, eins og t.d. að endurraða í skápana í eldhúsinu eða hvernig best er að leysa úr ákveðnu verkefni. Einstaka sinnum læðist „snilldarhugmynd“ að manni. Slíkar hugmyndir þarfnast mikillar áræðni og orku við að hrinda í framkvæmd og reynist það yfirleitt erfiðasti hjallinn. Í tvö skipti hef ég bægt skynseminni frá til að elta þann draum að koma „snilldarhugmynd“ í framkvæmd. Fyrra skiptið var árið 2000. Á meðan aðrir veltu fyrir sér hvernig tölvukerfi heimsins myndu bregðast við árþúsundaskiptum, sátum við fjögur heima í stofu að skrifa viðskiptaáætlun um hvernig við gætum breytt heiminum með betri leitarvél fyrir íslenskan markað. Þá var ekkert sprotaumhverfi, viðskiptahraðlar eða Tækniþróunarsjóður en í staðinn bönkuðum við upp á hjá stórfyrirtæki í bænum og fengum fund með forstjóra sem stuttu síðar ákvað að kannski væri eitthvert vit í þessum ungmennum. Nokkrum mánuðum síðar sprakk netbólan og viðskiptamódelið okkar. Þrátt fyrir að upphafleg markmið næðust ekki þá komum við mörgum nýstárlegum verkefnum í framkvæmd. Eftir sátum við reynslunni ríkari og fórum hvert í sína áttina. Ég tók að mér að koma á fót þjónustuveri fyrir tölvuleikinn EVE Online sem þá var í þróun, þróa Sjónvarp og Ljósnet Símans svo eitthvað sé nefnt. Sextán árum síðar kallar „snilldarhugmynd“ aftur á mig og í þetta skipti er það félagi minn Pétur Orri Sæmundsen sem smitar mig af ólæknandi þörf fyrir að koma Vizido út í heiminn. Vizido, www.vizido.com, er app sem hjálpar lesblindum að muna og vinna með öðrum í kringum vídeó og myndir. Við trúum því að Vizido muni einnig nýtast öllum sem vilja einfalda og nýstárlega leið til að fanga eitthvað til að muna með snjallsímanum. Það eru ótrúlegar framfarir sem hafa orðið á sprotaumhverfinu á þessum sextán árum. Með stuðningi við sprota með Tækniþróunarsjóði, viðskiptahröðlum, Icelandic Startups, Samtökum sprotafyrirtækja og sprotafjárfestingarsjóðum hefur jarðvegurinn aldrei verið betri fyrir góðar hugmyndir. Hugvit er nefnilega óþrjótandi uppspretta sem vex og dafnar með hverju verkefninu. Framtíð barna okkar er björt ef við höldum áfram að gera hugviti hátt undir höfði og leyfum fleiri „snilldarhugmyndum“ að verða að veruleika.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar