Þegar verkin þagna Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 2. nóvember 2016 12:00 Þar til ég var 19 ára gamall bjó ég í sveitinni heima. Ég gekk þar í leik-, grunn og menntaskóla. Það eru innan við 10 km á milli sveitabæjarins sem ég ólst upp á og þorpsins í sveitinni. Ég gat því gengið, hjólað og keyrt á milli. Bensíneyðandi faraskjóti varð samt skömmustulega oft fyrir valinu. Þegar ég var sólbrenndur og staddur í útskriftarferð á Benidorm ákvað ég að skrá mig í háskólanám. Ég flutti því til Reykjavíkur. Fyrst skráði ég mig í Háskóla Íslands. Næst sótti ég um á Stúdentagörðunum. Þar til ég fékk úthlutað íbúð bjó ég inn á bróður mínum. Hjólaði þaðan í skólann. Á ferðinni var ég hjálmlaus eins og þáverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, það voru kaldir haustmorgnar. Námið fór fram í Stakkahlíð. Fyrirlestrarsalurinn var stór. Hann hefði dugað til að rýma tvöfalda fermingarveislu ættrækins Garðbæings. Í miðjum salnum stóð kennari með Powerpoint-glærusýningu að vopni. Ég hlustaði á tenórrödd flytja mér námsefni ársins, fylgitónlistin voru taktfastir 3000 fingur að slá á 300 lyklaborð. Í frímínútum var rætt um veðrið, daginn og veginn.176-671 Síðar um haustið fékk ég prófnúmer. 176-671 var kominn á skrá. Ég lærði seint frameftir á virkum dögum, en andaði léttar um helgar. Kynntist nýju fólki, kynntist nýjum hugmyndum og lærði utanbókar nauðsynlega frasa. Þetta týpíska háskóladæmi. Skólaverkin voru gamaldags. Ég las doðranta sem biðu þess að verða rykfallnir. Lítið var um skilaverkefni til kennara. Valfrjáls verkefni voru til staðar, sem að nemandi í framhaldsnámi fór yfir í umræðutímum. Í tveimur stærstu áföngunum voru 100% lokapróf í desember. Ég læsti mig af inni á bókasafni, og sturtaði niður lyklinum. Á þrettándanum fengum við einkunnir úr þyngsta prófinu. Margir náðu, margir féllu. Þannig leið fyrsta árið. Svo kom annað ár. Ég var jafn ánægður með námið og ég var óánægður. Námið sjálft var áhugavert. Kennararnir gerðu sitt besta til að miðla því til mín. Ég las fyrir flesta tíma og stundum fékk ég jafnvel verkefni til að spreyta mig á. Var einu sinni grillaður í tíma og þá hafði ég ekki unnið verkefnið fyrir tímann. Það gerðist bara einu sinni. Margt vildi ég samt bæta. Kennslan var ennþá oft ópersónuleg og í fyrirlestrarformi. Yfir sumt efnið var bara farið í tíma, og enginn leið var að sjá fyrirlestur sem ég komst ekki á. Það voru engar upptökur. Erfiði ársins kristallaðist í lokaprófsmánuði. Þá var bókasafn hertekið og skegginu leyft að vaxa frjálslega. Því önnin öll gat glatast á 3 klukkustundum. Dagsformið mátti ekki klikka. Á hverjum prófdegi vaknaði ég snemma. Hlustaði á „Tiny dancer“ með Elton John áður en ég gekk inn í Háskólatorg, torgaði þar rammsvörtum kaffibolla og reyndi að tæma hugann á prófblaði. Utan við námsglímuna stóðu eins og óboðnir gestir bjagað námslánakerfi og 1100 manna biðlisti á stúdentagarðanna. Svo ekki sé minnst á hækkandi leiguverð íbúða á almennum leigumarkaði.Loforðaflaumur fyrir kosningar Reiður háskólaneminn endaði í hagsmunabaráttu stúdenta. Þar höfum við barist fyrir nokkrum skýrum markmiðum. Sumt hefur gengið eftir; aðstöðumál, skipulag upptökuprófa og aukin tengsl við atvinnulífið. Margt mikilvægt situr samt eftir. Baráttan fyrir þeim breytingum hefur verið erfið. Það er erfitt að kljást við yfirstjórn háskólans þegar hún er mestmegnis sammála okkur. Það skortir einfaldlega fjármagn til að taka upp fyrirlestra. Til að geta veitt persónulegri kennslu í stórum deildum. Til að geta boðið upp á fullnægjandi fjarnámsáfanga. Háskólar á Íslandi horfa upp á þá staðreynd að geta ekki veitt okkur sömu þjónustu og aðrir háskólar á Norðurlöndum. Það er bara þannig. Við erum hálfdrættingar þeirra, ef miðað er við framlög á ársnema. Þeir stjórnmálaflokkar sem komust á þing, og skiptast nú á að bjóða hvor öðrum í kaffi, töluðu fyrir auknu fjármagni til háskóla á landinu. Þeim orðum má ekki gleyma. Vísinda- og tækniráð hefur sett fram stefnu til að bæta úr því. Við ætlum að ná öðrum Norðurlöndum. Það dugar ekki að stefnan sé til. Látum verkin tala. Ég hvet lesendur til að skrifa undir á www.haskolarnir.is, og skora á stjórnvöld til að fjárfesta í háskólunum og framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þar til ég var 19 ára gamall bjó ég í sveitinni heima. Ég gekk þar í leik-, grunn og menntaskóla. Það eru innan við 10 km á milli sveitabæjarins sem ég ólst upp á og þorpsins í sveitinni. Ég gat því gengið, hjólað og keyrt á milli. Bensíneyðandi faraskjóti varð samt skömmustulega oft fyrir valinu. Þegar ég var sólbrenndur og staddur í útskriftarferð á Benidorm ákvað ég að skrá mig í háskólanám. Ég flutti því til Reykjavíkur. Fyrst skráði ég mig í Háskóla Íslands. Næst sótti ég um á Stúdentagörðunum. Þar til ég fékk úthlutað íbúð bjó ég inn á bróður mínum. Hjólaði þaðan í skólann. Á ferðinni var ég hjálmlaus eins og þáverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, það voru kaldir haustmorgnar. Námið fór fram í Stakkahlíð. Fyrirlestrarsalurinn var stór. Hann hefði dugað til að rýma tvöfalda fermingarveislu ættrækins Garðbæings. Í miðjum salnum stóð kennari með Powerpoint-glærusýningu að vopni. Ég hlustaði á tenórrödd flytja mér námsefni ársins, fylgitónlistin voru taktfastir 3000 fingur að slá á 300 lyklaborð. Í frímínútum var rætt um veðrið, daginn og veginn.176-671 Síðar um haustið fékk ég prófnúmer. 176-671 var kominn á skrá. Ég lærði seint frameftir á virkum dögum, en andaði léttar um helgar. Kynntist nýju fólki, kynntist nýjum hugmyndum og lærði utanbókar nauðsynlega frasa. Þetta týpíska háskóladæmi. Skólaverkin voru gamaldags. Ég las doðranta sem biðu þess að verða rykfallnir. Lítið var um skilaverkefni til kennara. Valfrjáls verkefni voru til staðar, sem að nemandi í framhaldsnámi fór yfir í umræðutímum. Í tveimur stærstu áföngunum voru 100% lokapróf í desember. Ég læsti mig af inni á bókasafni, og sturtaði niður lyklinum. Á þrettándanum fengum við einkunnir úr þyngsta prófinu. Margir náðu, margir féllu. Þannig leið fyrsta árið. Svo kom annað ár. Ég var jafn ánægður með námið og ég var óánægður. Námið sjálft var áhugavert. Kennararnir gerðu sitt besta til að miðla því til mín. Ég las fyrir flesta tíma og stundum fékk ég jafnvel verkefni til að spreyta mig á. Var einu sinni grillaður í tíma og þá hafði ég ekki unnið verkefnið fyrir tímann. Það gerðist bara einu sinni. Margt vildi ég samt bæta. Kennslan var ennþá oft ópersónuleg og í fyrirlestrarformi. Yfir sumt efnið var bara farið í tíma, og enginn leið var að sjá fyrirlestur sem ég komst ekki á. Það voru engar upptökur. Erfiði ársins kristallaðist í lokaprófsmánuði. Þá var bókasafn hertekið og skegginu leyft að vaxa frjálslega. Því önnin öll gat glatast á 3 klukkustundum. Dagsformið mátti ekki klikka. Á hverjum prófdegi vaknaði ég snemma. Hlustaði á „Tiny dancer“ með Elton John áður en ég gekk inn í Háskólatorg, torgaði þar rammsvörtum kaffibolla og reyndi að tæma hugann á prófblaði. Utan við námsglímuna stóðu eins og óboðnir gestir bjagað námslánakerfi og 1100 manna biðlisti á stúdentagarðanna. Svo ekki sé minnst á hækkandi leiguverð íbúða á almennum leigumarkaði.Loforðaflaumur fyrir kosningar Reiður háskólaneminn endaði í hagsmunabaráttu stúdenta. Þar höfum við barist fyrir nokkrum skýrum markmiðum. Sumt hefur gengið eftir; aðstöðumál, skipulag upptökuprófa og aukin tengsl við atvinnulífið. Margt mikilvægt situr samt eftir. Baráttan fyrir þeim breytingum hefur verið erfið. Það er erfitt að kljást við yfirstjórn háskólans þegar hún er mestmegnis sammála okkur. Það skortir einfaldlega fjármagn til að taka upp fyrirlestra. Til að geta veitt persónulegri kennslu í stórum deildum. Til að geta boðið upp á fullnægjandi fjarnámsáfanga. Háskólar á Íslandi horfa upp á þá staðreynd að geta ekki veitt okkur sömu þjónustu og aðrir háskólar á Norðurlöndum. Það er bara þannig. Við erum hálfdrættingar þeirra, ef miðað er við framlög á ársnema. Þeir stjórnmálaflokkar sem komust á þing, og skiptast nú á að bjóða hvor öðrum í kaffi, töluðu fyrir auknu fjármagni til háskóla á landinu. Þeim orðum má ekki gleyma. Vísinda- og tækniráð hefur sett fram stefnu til að bæta úr því. Við ætlum að ná öðrum Norðurlöndum. Það dugar ekki að stefnan sé til. Látum verkin tala. Ég hvet lesendur til að skrifa undir á www.haskolarnir.is, og skora á stjórnvöld til að fjárfesta í háskólunum og framtíðinni.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar