Það er í lagi að vera ekki í lagi Elva Tryggvadóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?…
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar