Að útiloka samstarf við hinn og þennan Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun