Að útiloka samstarf við hinn og þennan Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar