Handbolti

Aron: Ég þurfti að redda Gaua

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron lætur skot ríða af.
Aron lætur skot ríða af. vísir/ernir
„Þetta áttist að vinna með tveimur mörkum því þeir tóku af mér mark í fyrri hálfleik en þetta gat ekki verið tæpara. Það er þeim mun sætara fyrir vikið,“ segir Aron Pálmarsson sem steig heldur betur upp á lokakafla leiksins gegn Tékkum í kvöld.

„Ég var ánægðastur með vörnina í fyrri hálfleik. Hún var frábær. Bjöggi fínn fyrir aftan. Við náðum ekki að halda dampi í vörninni í seinni hálfleik og þá varð allt erfiðara fyrir Bjögga. Sóknin var aðeins of hæg í fyrri hálfleik en við náðum að keyra ágætlega á þá í seinni hálfleik. Þá komu auðveld mörk og við þurfum að skerpa á.“

Aron var eins og allir ánægðir með stigin en hvað þarf helst að laga að hans mati?

„Kannski hraðann á sóknarleiknum og halda einbeitingu í vörn allan leikinn. Það kom undir lokin sem var mjög mikilvægt. Það var góð stemning og fínn andi í hópnum. Ég var ánægður með það,“ sagði Aron sem fiskaði ruðninginn í lokin sem tryggði sigur.

„Ég þurfti að redda Gaua því hann klúðraði vítinu. Hann kom á allt of mikilli ferð. Ég ákvað því að nota tækifærið og tók einn fyrir liðið.“


Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri

"Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld.

Geir: Þetta var vinnusigur

"Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×