Nýskipan bankakerfisins Gunnar Tómasson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Íslenzka ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka að fullu ásamt 13% hlut í Arion banka á móti 87% hlut þrotabús Kaupþings. Stefnt er að sölu þess hluta og verður söluandvirði umfram 100 milljarða króna skipt á milli þrotabúsins og ríkisins í ákveðnum hlutföllum. Alþingi hefur gefið heimild til sölu á allt að 30% af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og ráðgert er að selja Íslandsbanka að fullu. Hópur fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins hefur átt í viðræðum um kaup á hluta í Arion banka en einn þeirra, Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, hefur núna dregið sig út úr þeim. Af og til hefur verið greint frá áhuga fjárfesta í Asíu á kaupum á Íslandsbanka en ekki er ljóst hvort hann er enn til staðar. Átta árum eftir hrun er bankakerfið, sem spratt upp af rústum gamla Landsbanka, Kaupþings og Glitnis, að mestu óbreytt að undanskildu stórauknu eignarhaldi ríkisins. Uppspretta hagnaðar nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukningu yfirtekinna eigna gömlu bankanna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Að því marki sem hugmyndir stjórnvalda (og þrotabús Kaupþings) um söluandvirði hluta í bönkunum endurspegla ekki verri afkomuhorfur þeirra, þá mun eftirspurn eftir eignarhlutum ríkisins í þeim verða dræm. Ef fyrirheit um lægra vaxtastig eftir kosningar eru talin vera trúverðug, þá versna enn horfur um sölu eignarhluta ríkisins á viðunandi verði. Hins vegar myndi hávaxtastefna Seðlabanka Íslands og fákeppni í bankakerfinu gera nýjum eigendum bankanna kleift að hámarka hagnað með háum lánavöxtum og þjónustugjöldum viðskiptavina. Ef svo fer fram sem horfir þá má því ætla að íslenzka bankakerfið verði nánast óbreytt árið 2020 frá því sem var 2008 – að margumtöluð nauðsyn á breytingu til batnaðar muni ekki raungerast á kjörtímabilinu. Sala eignarhluta ríkisins í bönkunum myndi því endurnýja lífdaga gamla hrunkerfisins. Annar valkostur – og hér er hugsað út fyrir boxið – væri í stuttu máli þessi: 1. Landsbankinn, Íslandsbanki og (síðar) Arion banki verði áfram í ríkiseigu. 2. Almenningur fengi ákveðinn hluta – t.d. 50% – útgreidds hagnaðar hvers árs. 3. Hinn hlutinn – 50% – færi í ríkissjóð til stuðnings uppbyggingu innviða samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka að fullu ásamt 13% hlut í Arion banka á móti 87% hlut þrotabús Kaupþings. Stefnt er að sölu þess hluta og verður söluandvirði umfram 100 milljarða króna skipt á milli þrotabúsins og ríkisins í ákveðnum hlutföllum. Alþingi hefur gefið heimild til sölu á allt að 30% af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og ráðgert er að selja Íslandsbanka að fullu. Hópur fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins hefur átt í viðræðum um kaup á hluta í Arion banka en einn þeirra, Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, hefur núna dregið sig út úr þeim. Af og til hefur verið greint frá áhuga fjárfesta í Asíu á kaupum á Íslandsbanka en ekki er ljóst hvort hann er enn til staðar. Átta árum eftir hrun er bankakerfið, sem spratt upp af rústum gamla Landsbanka, Kaupþings og Glitnis, að mestu óbreytt að undanskildu stórauknu eignarhaldi ríkisins. Uppspretta hagnaðar nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukningu yfirtekinna eigna gömlu bankanna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Að því marki sem hugmyndir stjórnvalda (og þrotabús Kaupþings) um söluandvirði hluta í bönkunum endurspegla ekki verri afkomuhorfur þeirra, þá mun eftirspurn eftir eignarhlutum ríkisins í þeim verða dræm. Ef fyrirheit um lægra vaxtastig eftir kosningar eru talin vera trúverðug, þá versna enn horfur um sölu eignarhluta ríkisins á viðunandi verði. Hins vegar myndi hávaxtastefna Seðlabanka Íslands og fákeppni í bankakerfinu gera nýjum eigendum bankanna kleift að hámarka hagnað með háum lánavöxtum og þjónustugjöldum viðskiptavina. Ef svo fer fram sem horfir þá má því ætla að íslenzka bankakerfið verði nánast óbreytt árið 2020 frá því sem var 2008 – að margumtöluð nauðsyn á breytingu til batnaðar muni ekki raungerast á kjörtímabilinu. Sala eignarhluta ríkisins í bönkunum myndi því endurnýja lífdaga gamla hrunkerfisins. Annar valkostur – og hér er hugsað út fyrir boxið – væri í stuttu máli þessi: 1. Landsbankinn, Íslandsbanki og (síðar) Arion banki verði áfram í ríkiseigu. 2. Almenningur fengi ákveðinn hluta – t.d. 50% – útgreidds hagnaðar hvers árs. 3. Hinn hlutinn – 50% – færi í ríkissjóð til stuðnings uppbyggingu innviða samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun